
Það eru Víkingar sem eru Mjólkurbikarmeistarar 2023 eftir sigur á KA í dag. Víkingar verja því bikarmeistaratitilinn enn eitt árið en þeir hafa verið handhafar titilsins síðan 2019.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
„Geggjuð, mér er ógeðslega kalt núna en bara gaman að vinna titla og þetta er svona fyrsti alvöru titilinn sem að ég vinn hérna síðan við unnum 2019. Ég var meiddur í fyrra og missti af þessu 21' tímabili því ég var í Breiðablik þannig þetta er svona extra sætt fyrir mig og bara extra sætt sem uppalinn Víkingur að vinna þetta með mínu félagi."
Davíð Örn ólst að hluta til upp á Akureyri og var stuðningsmaður KA í æsku svo það var svolítið sérstakt að mæta KA í úrslitum.
„Ég ólst nátturlega að hluta til upp á Akureyri þannig það var extra sérstakt fyrir mig að mæta KA. Ég hef mætt hérna á tvo bikarúrsltitaleiki sem KA maður, ég var hérna í stúkunni 2001 og 2004 og það voru góðar minningar að mæta á þá leiki en ég er bara Víkingur í dag."
Víkingur var að hampa sínum fjórða bikarmeistaratilti í röð sem er stórkostlegur árangur.
„Við erum bara að skrá okkur á spjöld sögunnar. Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið gert áður og þetta er mjög stórt og geðveikt fyrir félagið."
Nánar er rætt við Davíð Örn Atlason í spilaranum hér fyrir ofan.