Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 16. september 2023 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Ensku dómararnir spjaldaglaðir í dag - 44 gul spjöld fóru á loft
Aldrei hafa fleiri gul spjöld farið á loft á einum leikdegi í ensku úrvalsdeildinni en í dag.

Alls fóru 44 gul spjöld á loft í leikjunum sjö í úrvalsdeildinni.

Í leik Wolves og Liverpool fóru fjögur gul spjöld á loft á meðan dómarinn gaf átta gul spjöld í leik Aston Villa og Crystal Palace á Villa Park.

Peter Bankes, dómari í leik Tottenham og Sheffield United, veifaði gula spjaldinu þrettán sinnum í leik liðanna og einu rauðu spjaldi á Oli McBurnie, en allt í allt í leikjum sjö voru spjöldin 44 talsins.

Þetta er nýtt met í deildinni en árið 1998 var fyrra metið sett er 43 gul spjöld fóru á loft.


Athugasemdir
banner
banner
banner