
„Það er alltaf gott að enda á sigri. Það var okkar markmið í dag. Bara mjög ánægður með þessi þrjú stig." sagði Ian Jeffs, þjálfari Þróttar eftir 2-1 sigur á Aftureldingu í dag.
Fyrir leik var Þróttur í baráttu við Selfoss og Njarðvík að halda sér uppi. Var stress fyrir leiknum?
„Já, ég verð að viðurkenna það, það er alltaf eitthvað smá stress. Við vorum í baráttu með Selfoss, Njarðvík og Þór. Að fara inn í síðasta leik tímabilsins var smá stress. En eins og ég sagði strax eftir Vestra leikinn í viðtali þar að við spilum alltaf vel á heimavelli. Við erum búnir að ná flestum af okkar stigum hérna heima. Ég veit að við erum búnir að spila mjög vel upp á síðkastið hérna heima líka. Ég var alveg mjög bjartsýnn að við gætum náð jákvæðum úrslitum í dag."
Hvernig fannst þér tímabilið heilt yfir?
„Bara svona upp og niður hjá okkur. Eins og ég var að segja, við erum búnir að spila mjög vel hérna heima. Búið að vera svolítið bras á útivelli, sérstaklega á grasi. Við erum búnir að eiga svolítið erfitt með þessa útileiki. Heilt yfir bara ánægður, með 26 stig og okkar markmið fyrir tímabilið var að halda okkur í deildinni. Við erum búnir að ná því. Spilum skemmtilegan sóknarbolta, skorum mikið af mörkum og ég er bara mjög ánægður með tímabilið heilt yfir.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan
Athugasemdir