Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Tufa: Þurfti ekkert að gíra menn upp
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   lau 16. september 2023 17:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki var hræddur um að falla - „Valsmenn að fá frábæran leikmann"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gulltryggði sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni með sigri á Grindavík í dag. Liðið var stigi á undan þremur liðum fyrir lokaumferðina í fallbaráttunni.


Lestu um leikinn: Þór 3 -  0 Grindavík

„Það var aðalatriðið að menn væru ekki að fara treysta á einhverja aðra. Við náðum að fókusa mjög vel á þennan leik og ég er gríðarlega sáttur með það," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs.

Bjarni Guðjón Brynjólfsson spilaði sinn síðasta leik í dag en hann er á leið til Vals.

„Þetta er búið að vera frábær tími, ég er búinn að þjálfa hann í tvö ár, hann getur orðið frábær leikmaður. Þetta var eitthvað sem við erum búnir að skipuleggja og ákváðum að þetta yrði hans síðasta tímabil. Ég er ánægður hvernig okkur tókst að gera þetta, okkur tókst að klára þetta í glugganum í staðin fyrir að vera að vinna með þetta eftir tímabil. Við erum gríðarlega sáttir og Valsmenn eru að fá frábæran leikmann," sagði Láki.

„Bjarni er einstakur leikmaður. Hann er meginlandsspilari, ekki mjög íslenskur. Ég held að margir Þórsarar skilji hann ekki alveg því hann er með svo ofboðslega mikil gæði, manni finnst hann geta gert eitthvað meira. Það eru forréttindi að þjálfa hann og Valsmenn gríðarlega heppnir að fá hann."

Tímabilið hefur verið vonbrigði að mati Láka en meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Hann var orðinn hræddur um að falla.

„Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Ég held að ég hafi aldrei upplifað jafn mikið af meiðslum á einu tímabili síðan ég byrjaði að þjálfa fyrir 30 árum síðan. Alexander var meiddur og spilaði, Hemmi er búinn að vera meiddur meira og minna í sumar og fleiri," sagði Láki.

„Það hefur haft gríðarlega mikil áhrif. Fyrir mig persónulega hefur tímabilið verið vobrigði þótt okkur hefur verið spáð 8.-9. sæti og við lendum fyrir ofan það þá höfum við ekki náð að þróa leikstíl liðsins vegna meiðsla og skakkafalla. Þetta er búið að vera mjög krefjandi, ánægjulegt og léttir að klára þetta miðað við hvernig leikirnir hafa þróast, á móti ÍA heima og móti Gróttu úti. Leikir sem manni fannst að við áttum að fá eitthvað út úr. Maður var farinn að hugsa: Erum við merktir. Við hefðum getað endað með því að fala í dag, þá hefðum við verið í fyrsta skiptið á öllu tímabilinu sem við hefðum verið í fallsæti. Það fer í gegnum hausinn á öllum hvað getur gerst á jákvæðan og neikvaðan hátt."


Athugasemdir
banner