Cristiano Ronaldo skoraði sjöunda deildarmark sitt í úrvalsdeildinni í Sádi-Arabíu er Al-Nassr vann Al-Raed, 3-1, í dag.
Senegalski sóknarmaðurinn Sadio Mané gerði sjötta mark sitt er hann kom liðinu í 1-0 undir lok fyrri hálfleiks og þá gerði Anderson Talisca annað mark liðsins snemma í þeim síðari.
Ronaldo gerði þá þriðja markið eftir stoðsendingu frá Talisca en VAR neitaði Ronaldo um mark undir lokin.
Portúigalinn er samt með sjö deildarmörk og er markahæstur í deildinni.
Al-Nassr hins vegar er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig, fjórum á eftir toppliði Al-Hilal.
Allan-Saint Maximin skoraði og þá lagði Riyad Mahrez upp mark í 3-2 sigri Al-Ahli gegn Al Taawon. Al-Ahli er í þriðja sæti með 15 stig.
Jordan Henderson og Demarai Gray voru með stoðsendingarnar í 3-1 sigri Al-Ettifaq á Abha. Henderson lagði upp fyrsta markið en Gray síðustu tvö mörk leiksins. Al-Ettifaq er í 5. sæti með 13 stig.
CRISTIANO RONALDO WHAT A FINISH! pic.twitter.com/Y7X3Y6gncM
— TC (@totalcristiano) September 16, 2023
Athugasemdir