Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 16. október 2024 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Hákon Arnar
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bæði Crystal Palace og Tottenham hafa áhuga á íslenska landsliðsmanninum Hákoni Arnari Haraldssyni en þetta kemur fram á vefsíðunni FootballTransfers í dag.

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins hafa bæði félög verið með njósnara á leikjum Lille í Frakklandi til að fylgjast með Hákoni.

Í grein miðilsins er Hákoni líkt við Antoine Griezmann, landsliðshetju Frakklands, og því haldið fram að hann geti leyst af hólmi lykilmenn hjá Lundúnafélögunum; Eberechi Eze hjá Palace og Son Heung-min hjá Tottenham.

Hákon er bara 21 árs gamall og á framtíðina svo sannarlega fyrir sér.

Hann hefur misst af síðustu leikjum Íslands vegna meiðsla en það er ólíklegt að hann spili mikið meira á þessu ári vegna þeirra.

Það væri auðvitað gríðarlega skemmtilegt að fá annan Íslending í ensku úrvalsdeildina en Hákon Rafn Valdimarsson er núna á mála hjá Brentford.
Athugasemdir
banner
banner