Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 16. nóvember 2022 18:43
Ívan Guðjón Baldursson
Shaina Ashouri snýr aftur til FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Shaina Faiena Ashouri er búin að skrifa undir samning við FH eftir að hafa aðeins leikið hálft tímabilið með liðinu í sumar. Hún fékk ekki að leika á seinni hluta tímabilsins vegna synjun á atvinnuleyfi frá útlendingastofnun - án frekari útskýringa.


Þetta kom FH-ingum á óvart þar sem Shaina hafði öðlast leikheimild út árið. Nú er hún snúin aftur eftir að hafa leikið á alls oddi í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum fyrri part sumars, þar sem hún skoraði 9 mörk í 10 keppnisleikjum.

FH endaði á að vinna Lengjudeildina þrátt fyrir brotthvarf Shaina og munu Hafnarfjarðarkonur því leika í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Þar gæti Shaina reynst afar mikilvæg, en hún spilaði sex leiki með Þór/KA í efstu deild í fyrrasumar og skoraði eitt mark.

Shaina er fædd 1996 og gæti gert frábæra hluti ef hún finnur taktinn í efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner