Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 16. nóvember 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roony Bardghji: Þetta er hans skoðun og ég er ekki sammála
Roony fagnar marki með FC Kaupmannahöfn.
Roony fagnar marki með FC Kaupmannahöfn.
Mynd: EPA
Roony Bardghji er núna í verkefni með U21 landsliði Svíþjóðar en hann er ekkert sérlega ánægður með að vera í því verkefni.

Þessi 17 ára gamli strákur hefur verið að gera virkilega flotta hluti með FC Kaupmannahöfn í Danmörku en hann skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Manchester United í Meistaradeildinni á dögunum.

Þrátt fyrir ungan aldur er hann á sínu þriðja tímabili með aðalliði FCK og hefur komið að fimmtán mörkum í 57 leikjum í öllum keppnum.

Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, var spurður út í Bardghji á fréttamannafundi á dögunum en hann sagði þá að leikmaðurinn efnilegi hefði enn mikið að sanna. „Mér finnst hann ekki alveg vera tilbúinn enn þá," sagði Andersson sem er að fara inn í sína síðustu leiki með landsliðið.

Bardghji var spurður af Fotbollskanalen út í ummæli Andersson en hann er ekki sammála landsliðsþjálfaranum.

„Ég hef ekki hugmynd um hvað hann er að tala. Þetta er ekki eitthvað sem ég er mikið að hugsa um. Þetta er hans skoðun og ég er ekki sammála. Hversu mikið meira þarf ég að sanna?" sagði Bardghji pirraður.
Athugasemdir
banner
banner