Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 10:30
Kári Snorrason
Heimild: Fotbollskanalen 
Gefa íslensku leikmönnunum einkunn: Tveir féllu á prófinu
Arnór Sigurðsson hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár.
Arnór Sigurðsson hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár.
Mynd: Malmö
Mikael Neville var hlaðinn lofi.
Mikael Neville var hlaðinn lofi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Svíarnir gáfu Júlíusi falleinkunn.
Svíarnir gáfu Júlíusi falleinkunn.
Mynd: IF Elfsborg
Sænski miðillinn Fotbollskanalen hefur tekið saman frammistöður leikmanna og gefið þeim einkunn eftir að tímabilinu í Allsvenskunni lauk.

Miðillinn gefur leikmönnum stjörnur frá einum upp í fimm. Einkunnarkvarðinn er eftirfarandi:

5 – Landsliðsklassi
4 – Mjög góður
3 – Góður
2 – Stóðst prófið
1 – Fall


Hér fyrir neðan má sjá einkunnargjöf miðilsins um íslenska leikmenn sem og umsögn um leikmennina.

Mikael Neville Anderson, Djurgarden - 4/5
Vá, hvað Mikael er með mikil gæði. Þetta er leikmaður sem gæti vel unnið einstaklingsverðlaun í sænsku deildinni á næsta ári. Mjög duglegur og á sama tíma mjög tæknilega fær og klókur. Einnig mikill leiðtogi.

Kolbeinn Þórðarson, Gautaborg - 4/5
Honum tókst að koma sér aftur inn í liðið í vor með mikilli elju og fékk þá sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur bætt sig mikið sóknarlega þar sem hann skoraði átta mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Kom Gautaborg oft til bjargar á ögurstundu og er nú kominn í uppáhald áhorfenda.

Ari Sigurpálsson, Elfsborg - 2/5
Tilfinningin er sú að Ari hefði átt skilið fleiri byrjunarliðsleiki en þá þrettán sem hann fékk. Allt í allt urðu mörkin „aðeins“ fjögur hjá Ara sem á líklega talsvert meira inni með auknu sjálfstrausti og bættri þróun.

Júlíus Magnússon, Elfsborg - 1/5
Hann var keyptur dýrum dómum og það voru miklar væntingar bundnar við hann, þar sem hann kom frá norska liðinu Fredrikstad og var fyrirliði. Það er enginn í vafa um að Júlíus sé mjög góður leikmaður, en sem liðsstyrkur hefur hann alls ekki staðið undir væntingum. Alls voru þetta 13 byrjunarliðsleikir og hann kom inn á í sex, sem varð að hluta til vegna meiðsla en einnig vegna slakrar frammistöðu. Einfaldlega fyrsta ár til að gleyma.

Daníel Tristan Guðjohnsen, Malmö - 3/5
Fyrsta heila tímabil eftir þrálát bakmeiðsli. Nítján ára gamli framherjinn var markahæstur í liðinu með fimm mörk og sjö stoðsendingar í 23 leikjum. Möguleikar Daníels eru miklir en hann þjáðist líka af slöku gengi liðsins á árinu.

Arnór Sigurðsson, Malmö - 1/5

Kaup Malmö á Arnóri voru stóru félagskipti vetrarins, en hann fann aldrei taktinn. Hann hefur komið úr langvarandi meiðslum og er ekki annað hægt að segja en að þessi 26 ára leikmaður hafi átt martraðarkennt ár. Hann byrjaði einungis fimm leiki og kom inn á í átta.

Norrköpping, Halmstad og Brommapojkarna eru ekki tekin með í samantektina því er engin umsögn um þá Ísak Andra Sigurgeirsson, Arnór Ingva Traustason, Gísla Eyjólfsson og Hlyn Frey Karlsson.
Athugasemdir
banner
banner