Breiðablik mætir franska liðinu Strasbourg næstkomandi fimmtudag í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir frönsku eru á toppi Sambandsdeildarinnar og eru þegar búnir að tryggja sér í 16-liða úrslitin. Breiðablik er í 27. sæti af 36 liðum.
Í síðustu umferð vann Breiðablik sterkan sigur á Shamrock Rovers á Laugardalsvelli. Með sigrinum tryggðu Blikar sér möguleika á að ná umspilssæti í lokaumferðinni.
Í síðustu umferð vann Breiðablik sterkan sigur á Shamrock Rovers á Laugardalsvelli. Með sigrinum tryggðu Blikar sér möguleika á að ná umspilssæti í lokaumferðinni.
Níunda og 24. sæti gefa möguleika á umspili, en efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit.
Sigur nauðsynlegur
Blikar eru með fimm stig en liðið sem er í 24. sæti er með sjö stig nú fyrir lokaumferðina. Því gefur auga leið að jafntefli nægir Breiðabliki ekki, einungis sigur.
Staðan er þó flókin þar sem ellefu lið eru með sjö eða átta stig fyrir lokaumferðina. Markatalan getur því orðið úrslitaatriði.
Breiðablik er sem stendur með mínus þrjá í markatölu og aðeins eitt lið sem er nú í umspilssæti er með lakari markatölu. Því gæti ekki nægt að vinna leikinn, heldur skiptir einnig máli með hversu miklum mun Blikar vinna og hvernig úrslit annarra leikja fara.
Á einföldu máli
Til þess að kjarna þetta þarf Breiðablik sigur gegn Strasbourg og jafnframt hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér sæti í umspilinu.
Tékkneskir dómarar
Það verða Tékkar sem sjá um að dæma leikinn. Hinn 38 ára gamli Ondrej Berka verður aðaldómari.
Athugasemdir




