Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   fös 17. janúar 2025 10:49
Elvar Geir Magnússon
Gengur erfiðlega hjá Jota að losna við meiðslavesenið
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: Liverpool
Diogo Jota er tæpur fyrir útileik Liverpool gegn Brentford á morgun, hann kenndi sér meins eftir að hafa skorað í jafnteflisleiknum gegn Nottingham Forest í vikunni.

Jota hefur byrjað ellefu leiki á tímabilinu en það hefur verið talsvert um meiðslavesen hjá honum stærstan hluta ferils hans hjá Liverpool.

Jota æfði ekki með liðsfélögum sínum í gær.

„Jota er mikilvægur leikmaður fyrir okkur en hann æfði ekki í gær svo við verðum að skoða stöðuna. Ég veit ekki hvort hann geti spila á morgun, það ætti að skýrast seinna í dag," segir Arne Slot, stjóri Liverpool.

„Hann fann fyrir óþægindum eftir að hann kom inn af bekknum í síðasta leik. Hann gat klárað leikinn en var ekki alveg nægilega góður."

Luis Díaz sást heldur ekki á æfingunni í gær og gæti Darwin Nunez komið inn í byrjunarliðið gegn Brentford en hann tók út leikbann í síðasta leik.

Leikur Brentford og Liverpool verður klukkan 15 á morgun. Liverpool er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner