Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   mán 17. febrúar 2020 21:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: VAR í sviðsljósinu í sigri United
Chelsea 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Anthony Martial ('45 )
0-2 Harry Maguire ('66 )

Manchester United sótti Chelsea heim á Stamford Bridge, leikið var í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea liðið stýrði ferðinni í fyrri hálfleik en Manchester United leiddi þó eftir fyrri hálfleikinn þar sem Aaron Wan-Bissaka átti frábæra fyrirgjöf á Anthony Martial sem skallaði boltann í netið.

Martial hefur verið í brasi fyrir framan mark andstæðinganna undanfarið og markið kærkomið fyrir Frakkann. Markið var fyrsta mark United liðsins á útivelli á árinu 2020.

Fyrr í hálfleiknum var umtalað atvik þar sem Harry Maguire rak aðra löpp sína í Michy Batshuayi en dómari leiksins með aðstoð VAR ákvað að dæma ekkert, Maguire slapp án þess að fá spjald.

Snemma í seinni hálfleik náði Kurt Zouma að koma knettinum í netið eftir hornspyrnu. Markið fékk þó ekki að standa þar sem Cesar Azpilicueta var álitinn brotlegur. Fred ýtti í Azpilicueta sem fór í Brandon Williams, ansi harður dómur.

Harry Maguire kom United í 0-2 á 66. mínútu með fyrsta deildarmarki fyrir United. Bruno Fernandes átti þá hornspyrnu sem Maguire stangaði í netið. Markið var skorað fyrir framan stuðningsmenn United sem fögnuðu markinu vel.

Rúmlega tíu mínútum síðar virtist Olivier Giroud vera að minnka muninn en mark hans var dæmt af þar sem annar fóturinn var eilítið fyrir innan, réttur dómur. Markið stóð upprunalega en VAR sá að um rangstöðu var að ræða.

Undir lok leiks átti Mason Mount frábæra skottilraun sem hafnaði í stönginni. David de Gea í marki United skutlaði sér í átt að boltanum og lenti með öxlina á stönginni. Undir lok leiks kom svo Odion Ighalo inn á sem varamaður hjá United í sínum fyrsta leik.

0-2 sigur United staðreynd og loksins sigur eftir þrjá leiki í deildinni án sigurs. Heimamenn geta verið ansi svekktir því á öðrum degi hefði liðið verið einum manni fleiri í um sjötíu mínútur og markið hefði talið í upphafi seinni hálfleiks.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner