Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 10:33
Magnús Már Einarsson
Flótti frá Ajax í sumar?
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Hollenska félagið Ajax gæti misst marga af sínum bestu mönnum í sumar að sögn The Athletic. Ajax fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði á grátlegan hátt gegn Tottenham.

Í sumar fór miðjumaðurinn Frenkie de Jong til Barcelona og varnarmaðurinn Matthijs de Ligt til Juventus en aðrir lykilmenn héldu tryggð við félagið.

Ajax datt út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í desember og það var mikið högg fyrir félagið. Í síðustu viku var tilkynnt að Hakim Ziyech fari til Chelsea í sumar.

Markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico og miðjumennirnir Donny van de Beek og David Neres fara líklega allir í sumar. Miðverðirnir Daley Blind og Joel Veltman gætu sömuleiðis farið sem og hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest.

Mesta baráttan verður líklega um hinn 22 ára gamla Van de Beek en félög eins og Real Madrid og Manchester United hafa áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner