Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 22:35
Aksentije Milisic
Lampard: Maguire átti að fá rautt spjald
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að Harry Maguire hefði átt að vera rekinn af velli í fyrri hálfleik þegar hann sparkaði í Michy Batshuayi. VAR skoðaði atvikið en ekkert var gert.

Man Utd komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Anthony Martial og það var síðan Maguire sjálfur sem skoraði í kjölfarið. VAR dæmdi tvö mörk af Chelsea og Frank segist ekki skilja af hverju dómararnir sjálfir skoði ekki VAR skjáinn.

„Harry átti að fá rautt spjald, það er augljóst og þá hefði leikurinn gjörbreyst. Það var ýtt í Azpilicueta svo það mark hefði átt að standa. Markið hjá Giroud var rangstaða, hann var með tánna fyrir innan og svona eru reglurnar því miður," sagði Lampard svekktur.

„Ef við skorum ekki, þá vinnum við ekki leik. 0-2 niðurstaða var ekki sanngjörn. Við erum samt ennþá í fjórða sætinu, fólk bjóst ekki við því en hérna erum við."

„Þetta var erfitt kvöld fyrir Michy, sóknarmenn eru dæmdir út frá mörkum. Við getum ekki bara treyst á Tammy Abraham, við þurfum mörk frá öðrum sóknarmönnum. Við nýttum færin illa í kvöld," sagði Lampard að lokum.

Chelsea er nú einungis stigi á undan Tottenham, tveimur á undan Sheffield og þremur stigum á undan United í baráttunni um fjórða sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner