Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. febrúar 2021 14:06
Elvar Geir Magnússon
Cavani, Van de Beek og Pogba ekki með í Tórínó
Pogba frá næstu vikurnar
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Á fimmtudagskvöld leika Real Sociedad og Manchester United fyrri leik sinn í Evrópudeildinni.

Leikurinn er skráður heimaleikur spænska liðsins en verður spilaður í Tórínó vegna heimsfaraldursins.

Seinni leikurinn verður spilaður á Old Trafford í næstu viku.

Manchester United verður án sóknarmannsins Edinson Cavani og miðjumannsins Donny van de Beek í leiknum.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, staðfestir að hvorugur leikmaðurinn muni ferðast í leikinn þar sem þeir eru að glíma við vöðvameiðsli.

Solskjær staðfesti einnig að franski miðjumaðurinn Paul Pogba muni ekki spila fyrr en í fyrsta lagi í mars vegna meiðsla í læri.
Athugasemdir
banner
banner