mið 17. febrúar 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enski klefinn var ekki fyrir Þórð - „Þetta var bara einvalalið af fávitum"
Í landsliðstreyjunni
Í landsliðstreyjunni
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í leik með Bochum
Í leik með Bochum
Mynd: Getty Images
Þórður Guðjónsson var atvinnumaður á árunum 1993-2006. Hann lék í Þýskalandi, í Belgíu, á Spáni og á Englandi. Á Englandi lék hann að láni hjá Derby og Preston á árunum 2000-2002. Svo árið 2005 gekk hann í raðir Stoke City.

Þórður var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið og fór þar yfir feril sinn. Hann hafði ýmislegt að segja um klefastemninguna á Englandi.

„Ég get alveg sagt þér það að enski klefinn var ekki klefi fyrir mig. Þetta var bara einvalalið af fávitum," sagði Þórður þegar Jói spurði hann út í þjálfara Wycombe í dag, hvort hann hefði náð honum.

„Ég spilaði með toppklassamönnum í Derby, algjörum séntílmönnum og fyrirmyndum. En að koma svo í 'the british trash' í Championship, með fullri virðingu fyrir þessum gaurum þá var enginn heima. Það var bara ding dong ding dong. Þannig var bara attitjúdið oft inn í klefanum."

Hvað gerist ef þú tekur leikmann úr Championship og setur hann í aðra deild?

„Taktu leikmann úr Championship deildinni og settu hann í hvaða deild sem er, hann myndi ekki plumma sig þar. Þetta 'bullying attitude', þessi 'low-class' hugsun á ekki lengur við á nýjum stað. Auðvitað er þetta að færast neðar í Bretlandi og í Championship er komið mikið af útlendingum og mikið af erlendum þjálfurum. En á þessum árum sem ég er þarna, 2001/02 og svo aftur í Stoke City, þetta var ekkert í lagi."

Hvernig var að koma í úrvalsdeildina, var þetta allt öðruvísi en annað sem Þórður hafði kynnst áður.?

„Já, stjórinn, James Smith, kom röltandi út með tebolla á fimmtudegi, öskraði eitthvað og það var það eina sem sást af honum, það var mjög skrítið. Colin Todd, aðstoðarstjórinn, sá um hlutina. Þetta var mjög skrítið fyrirkomulag en þegar þú náðir inn á það þá meikaði þetta alveg sens."

Þórður segir að hann hefði viljað vera áfram hjá Derby eftir veru sína hjá Derby en talar um einhvers konar umboðsmannaklúður.


Athugasemdir
banner
banner
banner