Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   mið 17. apríl 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milan ætlar ekki að selja lykilmenn í sumar
Mynd: EPA
Mikið hefur verið rætt um framtíð stórstjarnanna í liði AC Milan sem eru eftirsóttar af stórveldum víðsvegar um Evrópu.

Giorgio Furlani, framkvæmdastjóri Milan, var spurður hvort einhver af stærstu stjörnum liðsins yrði seld komandi sumar.

„Théo Hernandez, Rafa Leao og Mike Maignan eru samningsbundnir AC Milan og þeim líður vel hjá félaginu," sagði Furlani við DAZN.

„Við þurfum ekki að selja neinn leikmann í sumar. Við getum keypt nýja leikmenn án þess að selja lykilmenn frá okkur."

Milan hefur ekki gengið sérlega vel í ítölsku deildinni síðan liðið varð Ítalíumeistari undir stjórn Stefano Pioli fyrir tveimur árum, en Pioli er enn við stjórn og vill stór hluti stuðningsfólks Milan fá hann út.

Milan endaði í fjórða sæti í fyrra, 20 stigum eftir toppliði Napoli, og er í öðru sæti sem stendur, 14 stigum eftir toppliði Inter þegar sex umferðir eru eftir.

Vinstri bakvörðurinn Hernandez og markvörðurinn Maignan eru samningsbundnir Milan næstu tvö árin, eða til sumarsins 2026, á meðan Leao er með samning sem gildir til 2028.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 17 11 0 6 20 11 +9 33
5 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
10 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 17 3 5 9 17 27 -10 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner