Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 17. apríl 2025 17:42
Anton Freyr Jónsson
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur Ólafsvík skoraði sjö mörk í Ólafsvík í dag þegar Úlfarnir heimsóttu Ólafsvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla. Leikurinn endaði með 7-1 sigri Víkings Ólafsvíkur. Fótbolti.net ræddi við Brynjar Kristmundsson, þjálfara Víkings Ólafsvíkur.


Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 7 -  1 Úlfarnir

„Við unnum bara okkar vinnu og þegar við gerum það þá eru svona leikir auðveldari."

„Við fengum smá vatnsgusu í andlitið í byrjun lentum 1-0 undir og náðum bara að svara því og eftir það þá fannst mér við vera með alla stjórnina og gerum þetta bara vel"

Brynjar Kristmundsson segir að það sé markmið hjá liðinu að fara upp úr annari deild en liðið var mjög nálægt því að komast upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili. 

„Við erum með marga góða leikmenn, stigum góð skref fram á við í fyrra og það eru allir í félaginu staðráðnir í að taka eitt skref í viðbót, vorum skrefi frá þessu í fyrra og við lærðum mikið af því tímabíli og við ætlum að reyna eins og við getum til þess að komast upp. Þessi deild er erfið, hún er flólkin spila á ótrúlega mismunandi týpum af völlum, fara í ótrúlega mörg ferðalög þannig við verðum bara að vera klárir."

Það var kalt í Ólafsvík í dag og Brynjar var spurður út í spánverjana í liði Víkinga frá Ólafsvík. 

„Þetta eru þvílíkir karakterar, auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, þeir eru vanir að spila í 25 gráðunum. Ætli það hjálpi þeim sérstaklega að vinna í frystihúsi þannig þeir venjast þessu, vinna 8-4 þannig þeir kvarta ekki. Þeir eru toppmenn, góðir í fótbolta og bæta liðið okkar klárlega og fúnkera vel inn í samfélagið hérna."


Athugasemdir
banner