Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
banner
   fim 17. apríl 2025 17:42
Anton Freyr Jónsson
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur Ólafsvík skoraði sjö mörk í Ólafsvík í dag þegar Úlfarnir heimsóttu Ólafsvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla. Leikurinn endaði með 7-1 sigri Víkings Ólafsvíkur. Fótbolti.net ræddi við Brynjar Kristmundsson, þjálfara Víkings Ólafsvíkur.


Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 7 -  1 Úlfarnir

„Við unnum bara okkar vinnu og þegar við gerum það þá eru svona leikir auðveldari."

„Við fengum smá vatnsgusu í andlitið í byrjun lentum 1-0 undir og náðum bara að svara því og eftir það þá fannst mér við vera með alla stjórnina og gerum þetta bara vel"

Brynjar Kristmundsson segir að það sé markmið hjá liðinu að fara upp úr annari deild en liðið var mjög nálægt því að komast upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili. 

„Við erum með marga góða leikmenn, stigum góð skref fram á við í fyrra og það eru allir í félaginu staðráðnir í að taka eitt skref í viðbót, vorum skrefi frá þessu í fyrra og við lærðum mikið af því tímabíli og við ætlum að reyna eins og við getum til þess að komast upp. Þessi deild er erfið, hún er flólkin spila á ótrúlega mismunandi týpum af völlum, fara í ótrúlega mörg ferðalög þannig við verðum bara að vera klárir."

Það var kalt í Ólafsvík í dag og Brynjar var spurður út í spánverjana í liði Víkinga frá Ólafsvík. 

„Þetta eru þvílíkir karakterar, auðvitað er þetta erfitt fyrir þá, þeir eru vanir að spila í 25 gráðunum. Ætli það hjálpi þeim sérstaklega að vinna í frystihúsi þannig þeir venjast þessu, vinna 8-4 þannig þeir kvarta ekki. Þeir eru toppmenn, góðir í fótbolta og bæta liðið okkar klárlega og fúnkera vel inn í samfélagið hérna."


Athugasemdir
banner