Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fös 17. maí 2019 22:24
Atli Arason
Adam Árni: Ég hafði ekki hugmynd að það væri svona langt síðan
Fyrsta þrenna hjá leikmanni karlaliðs Keflavíkur í 6 ár
Adam Árni Róbertsson
Adam Árni Róbertsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Adam Árni skoraði þrjú mörk fyrir Keflvíkinga gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  0 Afturelding

Undir lok leiks nefndi vallarþulur á Nettó vellinum Adam Árna sem mann leiksins og bætti við að þetta væri fyrsta þrenna hjá leikmanni karlaliðs Keflavíkur í 6 ár en þá var Adam aðeins 14 ára gamall. Adam Árni var, eins og gefur að skilja kampakátur í lok leiks.

„Tilfinningin er ógeðslega góð. Ég er mjög ánægður. Það er bara geggjað að geta skorað og skora þrennu á heimavellinum. Ég hafði ekki hugmynd að það væri svona langt síðan. Ég er mjög ánægður."

Keflvíkingar eru með ungt lið og fara ekki leynt með markmið sitt að fara aftur beint upp í efstu deild eftir að hafa vermt botnsætið í deildinni á síðasta tímabili. Adam hefur trölla trú á sínu liði.

„Að sjálfsögðu viljum við fara upp og vinna sem flesta leiki. Fyrst og fremst er mikilvægt að fá leikreynslu, við erum með marga unga leikmenn og við viljum að allir fái að spila sem mest og spila vel. Við verðum að vera klárir í að fara upp og þá förum við upp því við erum nógu góðir." Sagði Adam í viðtali eftir leik. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir