Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   þri 17. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar að planta sér fremst hjá Pétri - „Talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir"
Adda
Adda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaman í rútuferðum
Gaman í rútuferðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og varð niðurstaðan sú að Íslandsmeistarar Vals fara á Sauðárkrók og mæta þar Tindastóli. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er leikmaður Vals. Hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst bara mjög vel á að fara norður. Það er búin að vera stemning síðustu vikur, Tindastóll - Valur, og við vonandi nýtum okkur bara meðbyrinn sem er búinn að vera í gangi."

Valur mætir Tindastóli í oddaleik í úrsitum Subway-deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Bikarleikurinn fer svo fram um aðra helgi, laugardaginn 28. maí.

„Ef ég hefði valið einhvern stað til að þurfa ferðast á þá hefði ég viljað fara til Donna vinar míns á Króknum. Við erum þokkalega sátt, þetta verður erfiður leikur, Tindastóll með mjög gott lið og ef ég þekki Donna rétt þá verða þær vel skipulagðar. Verkefnið verður erfitt."

Það var ákveðin sögulína, sem þjálfarinn Pétur Pétursson kom inná í fyrra, að rútuferðirnar norður hefðu hjálpað Valsliðinu að þjappa sér saman. Þarna gefst annað tækifæri til þess.

„Ég hugsi að reyna koma mér fremst til Péturs. Pétur talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir. Ég ætla reyna planta mér fremst í þessa, trúi ekki öðru en að það virki," sagði Adda og brosti.

Adda hefur glímt við meiðsli að undanförnu en er komin til baka og hefur spilað síðustu tvo leiki Vals. Hún verður með í næsta leik Vals þegar liðið mætir KR á fimmtudaginn. Hún spilaði lokaleikinn í Íslandsmótinu í fyrra en þá var hún að koma til baka eftir barnsburð.

„Ég náði lokaleik í fyrra, var í öðru hlutverki og algjör bónus að hafa spilað þann leik. Stefnan var ekki endilega að fara aftur inn á völlinn í fyrra en það var bara gaman að taka tíu mínútur í síðasta leiknum. Þá var ég í allt öðru hlutverki en er núna bara leikmaður Vals og tek því bara."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner