Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
   þri 17. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar að planta sér fremst hjá Pétri - „Talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir"
Adda
Adda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaman í rútuferðum
Gaman í rútuferðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og varð niðurstaðan sú að Íslandsmeistarar Vals fara á Sauðárkrók og mæta þar Tindastóli. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er leikmaður Vals. Hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst bara mjög vel á að fara norður. Það er búin að vera stemning síðustu vikur, Tindastóll - Valur, og við vonandi nýtum okkur bara meðbyrinn sem er búinn að vera í gangi."

Valur mætir Tindastóli í oddaleik í úrsitum Subway-deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Bikarleikurinn fer svo fram um aðra helgi, laugardaginn 28. maí.

„Ef ég hefði valið einhvern stað til að þurfa ferðast á þá hefði ég viljað fara til Donna vinar míns á Króknum. Við erum þokkalega sátt, þetta verður erfiður leikur, Tindastóll með mjög gott lið og ef ég þekki Donna rétt þá verða þær vel skipulagðar. Verkefnið verður erfitt."

Það var ákveðin sögulína, sem þjálfarinn Pétur Pétursson kom inná í fyrra, að rútuferðirnar norður hefðu hjálpað Valsliðinu að þjappa sér saman. Þarna gefst annað tækifæri til þess.

„Ég hugsi að reyna koma mér fremst til Péturs. Pétur talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir. Ég ætla reyna planta mér fremst í þessa, trúi ekki öðru en að það virki," sagði Adda og brosti.

Adda hefur glímt við meiðsli að undanförnu en er komin til baka og hefur spilað síðustu tvo leiki Vals. Hún verður með í næsta leik Vals þegar liðið mætir KR á fimmtudaginn. Hún spilaði lokaleikinn í Íslandsmótinu í fyrra en þá var hún að koma til baka eftir barnsburð.

„Ég náði lokaleik í fyrra, var í öðru hlutverki og algjör bónus að hafa spilað þann leik. Stefnan var ekki endilega að fara aftur inn á völlinn í fyrra en það var bara gaman að taka tíu mínútur í síðasta leiknum. Þá var ég í allt öðru hlutverki en er núna bara leikmaður Vals og tek því bara."
Athugasemdir
banner