
„Bara svekkelsi, fáum á okkur eitt skítamark en fyrir utan það erum við að halda mjög vel varnarlega þannig já bara svekktar." sagði Rósey Björgvinsdóttir fyrirliði FHL eftir tapið á Samsungvellinum en liðið tapaði gegn Stjörnunni 1-0.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 FHL
„Mikil bæting frá því í síðustu leikjum og við erum nokkuð sáttar en við hefðum vilja koma í veg fyrir þetta mark."
„Við hefðum átt að nýta færin okkar betur en bara heilt yfir allt í lagi sko."
Hvað þarf FHL að gera til að ná að pota boltanum yfir línuna en FHL fékk tækifæri í síðari hálfleik til að jafna leikinn
„Frábær spurning, förum á æfingasvæðið og förum á æfingu og reynum að bæta okkur í að klára þessi færi."
FHL spilaði í varabúnngum Stjörnunnar í dag en búningastjóri liðsins gleymdi búningasetti liðsins fyrir austan.
„Það voru bara mannleg mistök við segjum það og það gleymdist að taka búningatöskuna með en það er allt í góðu, við getum spilað í hvaða búningum sem er."
Rósey segist vera þakklát fyrir það að Stjarnan hafi lánað liðinu búningasett.
„Það er frábært fólk hérna sem var ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur.