
„Tilfinningin er mjög góð og þetta var góður baráttusigur." sagði Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir leikmaður Stjörnunnar eftir 1-0 sigurinn á FHL í Garðabæ í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 FHL
„Mjög skemmtilegur leikur, auðvitað erfiður þær eru mjög góðar og þéttar. Það var mjög erfitt að brjóta þær og það tók smá tíma en sem betur náðum við að halda út."
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði sigurmark leiksins eftir frábært einstaklingsframtak.
„Ég sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt þannig ég ákvað bara að taka hann til hliðar og setja hann og það heppnaðist"
Stjarnan byrjaði mótið illa en er komið á sigurgöngu. Stjarnan hefur fengið níu stig úr síðustu fjórum leikjum. Hverju hefur liðið breytt?
„Bara einn leikur í einu og gera okkar besta og það skilar sér."
Athugasemdir