fös 17. júní 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
4. deild: Uppsveitir og Einherji áfram með fullt hús
Úr leik Einherja í fyrra
Úr leik Einherja í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fimm leikir fóru fram í 4. deild í gær en liðin buðu upp á markaveislu.


Leikið var í fimmtu umferð en Uppsveitir höfðu unnið fyrstu fjóra leiki sína í C riðli til þessa. Liðið fékk KM i heimsókn í gær og var í litlum vandræðum. Staðan var 2-0 í hálfleik en liðið var í ham í síðari hálfleik og skoraði fimm mörk. 7-0 sigur staðreynd.

Berserkir/Mídas fengu Árborg í heimsókn og þar var önnur eins markaveisla. Árborg komst í 5-0 áður en Hilmir Hreiðarsson minnkaði muninn fyrir Berserki/Mídas. Magnús Ingi Einarsson skoraði þá sjötta mark Árborgar áður en Hilmir skoraði aftur eftir klukkutíma leik.

Gunnar Fannberg Jónasson rak síðasta naglann í kistu Berserkja/Mídas í uppbótartíma og 7-2 sigur Árborgar staðreynd. Liðið situr í 2. sæti þremur stigum á eftir Uppsveitum. KM er á botninum með 0 stig en Berserkir/Mídas eru með sjö stig.

Það voru einnig þrír leikir í E-riðli. Einherji er með fullt hús stiga eftir að hafa valtað yfir Boltafélag Norðfjarðar á heimavelli 6-0. Harmarnir lögðu Samherja og Spyrnir vann Mána.

Uppsveitir 7 - 0 KM
1-0 Máni Snær Benediktsson ('14 )
2-0 Víkingur Freyr Erlingsson ('17 )
3-0 Pétur Geir Ómarsson ('62 )
4-0 George Razvan Chariton ('63 )
5-0 George Razvan Chariton ('70 )
6-0 George Razvan Chariton ('87 )
7-0 Ernir Vignisson ('89 )

Berserkir/Mídas 2 - 7 Árborg
0-1 Andrés Karl Guðjónsson ('1 )
0-2 Andrés Karl Guðjónsson ('33 )
0-3 Sigurður Óli Guðjónsson ('45 )
0-4 Aron Fannar Birgisson ('48 )
0-5 Aron Fannar Birgisson ('51 )
1-5 Hilmir Hreiðarsson ('54 )
1-6 Magnús Ingi Einarsson ('57 )
2-6 Hilmir Hreiðarsson ('59 )
2-7 Gunnar Fannberg Jónasson ('90 )

Samherjar 1 - 2 Hamrarnir
0-1 Tómas Þórðarson ('17 )
0-2 Björgvin Máni Bjarnason ('47 )
1-2 Atli Steinar Ingason ('79 )

Máni 1 - 2 Spyrnir
0-1 Ármann Davíðsson ('45 )
0-2 Bjarki Fannar Helgason ('69 )
1-2 Oddleifur Eiríksson ('76 )

Einherji 6 - 0 Boltaf. Norðfj.
1-0 Carlos Javier Castellano ('14 )
2-0 Stefan Penchev Balev ('54 )
3-0 Stefan Penchev Balev ('57 )
4-0 Stefan Penchev Balev ('69 )
5-0 Dilyan Nikolaev Kolev ('72 )
6-0 Heiðar Aðalbjörnsson ('90 )


4. deild karla - C-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
4. deild karla - E-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner