Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 17. júlí 2024 22:32
Elvar Geir Magnússon
Alexander Helgi á leið í KR eftir tímabilið
Alexander Helgi Sigurðarson.
Alexander Helgi Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson yfirgefur Breiðablik eftir yfirstandandi tímabil og gengur í raðir KR þegar samningur hans rennur út.

Frá þessu greindi hlaðvarpsstjórnandinn Kristján Óli Sigurðsson úr Þungavigtinni á samfélagsmiðlinum X.

Breiðablik tilkynnti í dag að Alexander, sem er 28 ára og uppalinn Bliki, myndi yfirgefa félagið að tímabilinu loknu.

„Alexander hefur verið frábær leikmaður fyrir félagið þegar hann hefur verið heill og náð rönni. Það hefur því miður ekki verið nægilega oft. Það er kannski gott fyrir hann að prófa sig í öðru umhverfi og reyna að ná ferlinum af stað. En ég er nokkuð viss um að hann endi svo ferilinn í Breiðabliki einhvern tímann síðar. Við ætlum ekki að kveðja hann strax, hann verður með okkur út tímabilið," sagði Halldór Árnason við Fótbolta.net í dag.

KR-ingar eru á fullu bak við tjöldin að smíða saman leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil og tilkynntu í dag um komu sóknarmannsins unga Jakobs Gunnars Sigurðssonar frá Völsungi.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er í stöðu yfirmanns fótboltamála en óvíst er hver þjálfar KR á næsta tímabili. Pálmi Rafn Pálmason var ráðinn út tímabilið en margir búast við því að Óskar taki við stjórnartaumunum í haust.

Gengi KR á tímabilinu hefur verið mikil vonbrigði en liðið er aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner