Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
banner
   mið 17. júlí 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Haraldsson
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf extra fiðringu og spenna að spila þessa Evrópuleiki. Við vitum aðeins meira um þá núna, hörkulið sem er með sterka einstaklinga innan sinna raða. Við þurfum að koma klárir til leiks," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun fer fram seinni leikur Blika og Tikves í forkeppni Sambandsdeildarinnar og er Breiðablik marki undir eftir fyrri leik liðanna.

„Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður, vorum með algjöra stjórn og gátum nánast það sem við vildum sóknarlega. Þetta var svo ágætlega lokað fyrsta hálftímann í seinni, fannst við líklegri til að komast í 3-0 heldur en eitthvað annað. Svo kemur bara kafli, þeir komast í færi og það myndast hræðsla. Við misstum tökin, hættum að vera hugrakkir og fórum aftar. Það bíður hættunni heim og því miður náði þeir þremur höggum í röð," sagði Dóri um fyrri leik liðanna.

„Við þurfum að þola það að hafa verið kýldir niður í lokin, þurfum að standa upp og svara almennilega fyrir okkur á morgun."

Leikurinn á morgun verður öðruvísi. „Ég hef trú á því að við munum hafa tök á leiknum, finnst líklegt að þeir fari aftar á völlinn, komu hátt á okkur í byrjun síðasta leiks og mikið bil á milli línanna sem við nýttum okkur. Ég á von á því að þeir fari aftar með liðið sitt og reyni að verja forskotið. Ef markið kemur ekki snemma á morgun þá þurfum við að vera þolinmóðir, megum ekki gefa þeim færi á að koma hratt á okkur."

„Við skorum alltaf á Kópavogsvelli og sköpum okkur mikið af færum. En ef við ætlum að spila leikinn eins og það sé 90. mínúta frá fyrstu mínútu þá mun það gefa færi á því að sækja hratt á okkur. Við þurfum að sækja á þá, en líka að passa að vera ekki að hleypa þeim í hættulegar sóknir,"
sagði Dóri.

Í viðtalinu er þjálfarinn spurður út í leikmannamál Breiðabliks, Shamrock Rovers og stöðuna i deildinni.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner