Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mið 17. júlí 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Haraldsson
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf extra fiðringu og spenna að spila þessa Evrópuleiki. Við vitum aðeins meira um þá núna, hörkulið sem er með sterka einstaklinga innan sinna raða. Við þurfum að koma klárir til leiks," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun fer fram seinni leikur Blika og Tikves í forkeppni Sambandsdeildarinnar og er Breiðablik marki undir eftir fyrri leik liðanna.

„Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður, vorum með algjöra stjórn og gátum nánast það sem við vildum sóknarlega. Þetta var svo ágætlega lokað fyrsta hálftímann í seinni, fannst við líklegri til að komast í 3-0 heldur en eitthvað annað. Svo kemur bara kafli, þeir komast í færi og það myndast hræðsla. Við misstum tökin, hættum að vera hugrakkir og fórum aftar. Það bíður hættunni heim og því miður náði þeir þremur höggum í röð," sagði Dóri um fyrri leik liðanna.

„Við þurfum að þola það að hafa verið kýldir niður í lokin, þurfum að standa upp og svara almennilega fyrir okkur á morgun."

Leikurinn á morgun verður öðruvísi. „Ég hef trú á því að við munum hafa tök á leiknum, finnst líklegt að þeir fari aftar á völlinn, komu hátt á okkur í byrjun síðasta leiks og mikið bil á milli línanna sem við nýttum okkur. Ég á von á því að þeir fari aftar með liðið sitt og reyni að verja forskotið. Ef markið kemur ekki snemma á morgun þá þurfum við að vera þolinmóðir, megum ekki gefa þeim færi á að koma hratt á okkur."

„Við skorum alltaf á Kópavogsvelli og sköpum okkur mikið af færum. En ef við ætlum að spila leikinn eins og það sé 90. mínúta frá fyrstu mínútu þá mun það gefa færi á því að sækja hratt á okkur. Við þurfum að sækja á þá, en líka að passa að vera ekki að hleypa þeim í hættulegar sóknir,"
sagði Dóri.

Í viðtalinu er þjálfarinn spurður út í leikmannamál Breiðabliks, Shamrock Rovers og stöðuna i deildinni.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner