Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 17. júlí 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Haraldsson
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf extra fiðringu og spenna að spila þessa Evrópuleiki. Við vitum aðeins meira um þá núna, hörkulið sem er með sterka einstaklinga innan sinna raða. Við þurfum að koma klárir til leiks," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun fer fram seinni leikur Blika og Tikves í forkeppni Sambandsdeildarinnar og er Breiðablik marki undir eftir fyrri leik liðanna.

„Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður, vorum með algjöra stjórn og gátum nánast það sem við vildum sóknarlega. Þetta var svo ágætlega lokað fyrsta hálftímann í seinni, fannst við líklegri til að komast í 3-0 heldur en eitthvað annað. Svo kemur bara kafli, þeir komast í færi og það myndast hræðsla. Við misstum tökin, hættum að vera hugrakkir og fórum aftar. Það bíður hættunni heim og því miður náði þeir þremur höggum í röð," sagði Dóri um fyrri leik liðanna.

„Við þurfum að þola það að hafa verið kýldir niður í lokin, þurfum að standa upp og svara almennilega fyrir okkur á morgun."

Leikurinn á morgun verður öðruvísi. „Ég hef trú á því að við munum hafa tök á leiknum, finnst líklegt að þeir fari aftar á völlinn, komu hátt á okkur í byrjun síðasta leiks og mikið bil á milli línanna sem við nýttum okkur. Ég á von á því að þeir fari aftar með liðið sitt og reyni að verja forskotið. Ef markið kemur ekki snemma á morgun þá þurfum við að vera þolinmóðir, megum ekki gefa þeim færi á að koma hratt á okkur."

„Við skorum alltaf á Kópavogsvelli og sköpum okkur mikið af færum. En ef við ætlum að spila leikinn eins og það sé 90. mínúta frá fyrstu mínútu þá mun það gefa færi á því að sækja hratt á okkur. Við þurfum að sækja á þá, en líka að passa að vera ekki að hleypa þeim í hættulegar sóknir,"
sagði Dóri.

Í viðtalinu er þjálfarinn spurður út í leikmannamál Breiðabliks, Shamrock Rovers og stöðuna i deildinni.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner