Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 17. júlí 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Haraldsson
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf extra fiðringu og spenna að spila þessa Evrópuleiki. Við vitum aðeins meira um þá núna, hörkulið sem er með sterka einstaklinga innan sinna raða. Við þurfum að koma klárir til leiks," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun fer fram seinni leikur Blika og Tikves í forkeppni Sambandsdeildarinnar og er Breiðablik marki undir eftir fyrri leik liðanna.

„Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður, vorum með algjöra stjórn og gátum nánast það sem við vildum sóknarlega. Þetta var svo ágætlega lokað fyrsta hálftímann í seinni, fannst við líklegri til að komast í 3-0 heldur en eitthvað annað. Svo kemur bara kafli, þeir komast í færi og það myndast hræðsla. Við misstum tökin, hættum að vera hugrakkir og fórum aftar. Það bíður hættunni heim og því miður náði þeir þremur höggum í röð," sagði Dóri um fyrri leik liðanna.

„Við þurfum að þola það að hafa verið kýldir niður í lokin, þurfum að standa upp og svara almennilega fyrir okkur á morgun."

Leikurinn á morgun verður öðruvísi. „Ég hef trú á því að við munum hafa tök á leiknum, finnst líklegt að þeir fari aftar á völlinn, komu hátt á okkur í byrjun síðasta leiks og mikið bil á milli línanna sem við nýttum okkur. Ég á von á því að þeir fari aftar með liðið sitt og reyni að verja forskotið. Ef markið kemur ekki snemma á morgun þá þurfum við að vera þolinmóðir, megum ekki gefa þeim færi á að koma hratt á okkur."

„Við skorum alltaf á Kópavogsvelli og sköpum okkur mikið af færum. En ef við ætlum að spila leikinn eins og það sé 90. mínúta frá fyrstu mínútu þá mun það gefa færi á því að sækja hratt á okkur. Við þurfum að sækja á þá, en líka að passa að vera ekki að hleypa þeim í hættulegar sóknir,"
sagði Dóri.

Í viðtalinu er þjálfarinn spurður út í leikmannamál Breiðabliks, Shamrock Rovers og stöðuna i deildinni.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner