Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 17. júlí 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Haraldsson
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
'Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
'Skorum alltaf á Kópavogsvelli'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf extra fiðringu og spenna að spila þessa Evrópuleiki. Við vitum aðeins meira um þá núna, hörkulið sem er með sterka einstaklinga innan sinna raða. Við þurfum að koma klárir til leiks," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun fer fram seinni leikur Blika og Tikves í forkeppni Sambandsdeildarinnar og er Breiðablik marki undir eftir fyrri leik liðanna.

„Fyrri hálfleikur var eins nálægt því að vera fullkominn og hægt verður, vorum með algjöra stjórn og gátum nánast það sem við vildum sóknarlega. Þetta var svo ágætlega lokað fyrsta hálftímann í seinni, fannst við líklegri til að komast í 3-0 heldur en eitthvað annað. Svo kemur bara kafli, þeir komast í færi og það myndast hræðsla. Við misstum tökin, hættum að vera hugrakkir og fórum aftar. Það bíður hættunni heim og því miður náði þeir þremur höggum í röð," sagði Dóri um fyrri leik liðanna.

„Við þurfum að þola það að hafa verið kýldir niður í lokin, þurfum að standa upp og svara almennilega fyrir okkur á morgun."

Leikurinn á morgun verður öðruvísi. „Ég hef trú á því að við munum hafa tök á leiknum, finnst líklegt að þeir fari aftar á völlinn, komu hátt á okkur í byrjun síðasta leiks og mikið bil á milli línanna sem við nýttum okkur. Ég á von á því að þeir fari aftar með liðið sitt og reyni að verja forskotið. Ef markið kemur ekki snemma á morgun þá þurfum við að vera þolinmóðir, megum ekki gefa þeim færi á að koma hratt á okkur."

„Við skorum alltaf á Kópavogsvelli og sköpum okkur mikið af færum. En ef við ætlum að spila leikinn eins og það sé 90. mínúta frá fyrstu mínútu þá mun það gefa færi á því að sækja hratt á okkur. Við þurfum að sækja á þá, en líka að passa að vera ekki að hleypa þeim í hættulegar sóknir,"
sagði Dóri.

Í viðtalinu er þjálfarinn spurður út í leikmannamál Breiðabliks, Shamrock Rovers og stöðuna i deildinni.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15 og fer fram á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner