Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   mið 17. júlí 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Arnar Laufdal (t.h.)
Arnar Laufdal (t.h.)
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Augnablik er komið í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins eftir endurkomusigur í framlengingu gegn KF á Ólafsfirði í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Arnar Laufdal Arnarsson leikmann liðsins eftir sigurinn.

„Geggjað að vera komnir áfram eftir langt ferðalag, ég hélt að þetta væri aðeins styttra. Menn voru orðnir sveittir inn í bíl, það gerir þennan sigur bara ennþá sætari," sagði Arnar Laufdal.

„Afi býr hérna en ég þarf að vera duglegri að kíkja á hann þannig ég muni þessa leið aðeins betur. Ég þarf að vinna í landafræðinni það er nokkuð ljóst."


Lestu um leikinn: KF 1 -  2 Augnablik

Arnar er gríðarlega ánægður með Fótbolti.net bikarinn sem er haldinn annað árið í röð í ár.

„Þetta er geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur. Það eru nokkrir strákar sem fara í gegnum Augnabliksskólann sem eiga mjög glæsta ferla en fyrir okkur hina er þetta frábær keppni til að taka þátt í. Sérstaklega þegar það er bikar undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli. Þetta gerir tímabilið ennþá skemmtilegra, þetta er frábær keppni og vonandi verður hún til margra ára," sagði Arnar.

Stefnan er sett á Laugardalsvöll þar sem úrslitaleikur keppninnar fer fram.

„Með Blikasamfélagið á okkar bandi þá getur maður vonandi klukkað tvö til þrjú þúsund Blika á völlinn því við erum allir búnir að borga margar milljónir í æfingagjöld og erum að gera þetta frítt líka þannig það væri gaman að fá alvöru stuðning sem við höfum reyndar búnir að fá eins og á móti Stjörnunni og svo í PÍETA styrktarleiknum. Stefnan er heldur betur sett á Laugardalsvöll," sagði Arnar Laufdal.

Í lok viðtalsins kíkti afi Arnars á barnabarnið sitt. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner