Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   mið 17. júlí 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Arnar Laufdal (t.h.)
Arnar Laufdal (t.h.)
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Augnablik er komið í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins eftir endurkomusigur í framlengingu gegn KF á Ólafsfirði í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Arnar Laufdal Arnarsson leikmann liðsins eftir sigurinn.

„Geggjað að vera komnir áfram eftir langt ferðalag, ég hélt að þetta væri aðeins styttra. Menn voru orðnir sveittir inn í bíl, það gerir þennan sigur bara ennþá sætari," sagði Arnar Laufdal.

„Afi býr hérna en ég þarf að vera duglegri að kíkja á hann þannig ég muni þessa leið aðeins betur. Ég þarf að vinna í landafræðinni það er nokkuð ljóst."


Lestu um leikinn: KF 1 -  2 Augnablik

Arnar er gríðarlega ánægður með Fótbolti.net bikarinn sem er haldinn annað árið í röð í ár.

„Þetta er geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur. Það eru nokkrir strákar sem fara í gegnum Augnabliksskólann sem eiga mjög glæsta ferla en fyrir okkur hina er þetta frábær keppni til að taka þátt í. Sérstaklega þegar það er bikar undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli. Þetta gerir tímabilið ennþá skemmtilegra, þetta er frábær keppni og vonandi verður hún til margra ára," sagði Arnar.

Stefnan er sett á Laugardalsvöll þar sem úrslitaleikur keppninnar fer fram.

„Með Blikasamfélagið á okkar bandi þá getur maður vonandi klukkað tvö til þrjú þúsund Blika á völlinn því við erum allir búnir að borga margar milljónir í æfingagjöld og erum að gera þetta frítt líka þannig það væri gaman að fá alvöru stuðning sem við höfum reyndar búnir að fá eins og á móti Stjörnunni og svo í PÍETA styrktarleiknum. Stefnan er heldur betur sett á Laugardalsvöll," sagði Arnar Laufdal.

Í lok viðtalsins kíkti afi Arnars á barnabarnið sitt. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner