Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 17. júlí 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Arnar Laufdal (t.h.)
Arnar Laufdal (t.h.)
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Augnablik er komið í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins eftir endurkomusigur í framlengingu gegn KF á Ólafsfirði í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Arnar Laufdal Arnarsson leikmann liðsins eftir sigurinn.

„Geggjað að vera komnir áfram eftir langt ferðalag, ég hélt að þetta væri aðeins styttra. Menn voru orðnir sveittir inn í bíl, það gerir þennan sigur bara ennþá sætari," sagði Arnar Laufdal.

„Afi býr hérna en ég þarf að vera duglegri að kíkja á hann þannig ég muni þessa leið aðeins betur. Ég þarf að vinna í landafræðinni það er nokkuð ljóst."


Lestu um leikinn: KF 1 -  2 Augnablik

Arnar er gríðarlega ánægður með Fótbolti.net bikarinn sem er haldinn annað árið í röð í ár.

„Þetta er geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur. Það eru nokkrir strákar sem fara í gegnum Augnabliksskólann sem eiga mjög glæsta ferla en fyrir okkur hina er þetta frábær keppni til að taka þátt í. Sérstaklega þegar það er bikar undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli. Þetta gerir tímabilið ennþá skemmtilegra, þetta er frábær keppni og vonandi verður hún til margra ára," sagði Arnar.

Stefnan er sett á Laugardalsvöll þar sem úrslitaleikur keppninnar fer fram.

„Með Blikasamfélagið á okkar bandi þá getur maður vonandi klukkað tvö til þrjú þúsund Blika á völlinn því við erum allir búnir að borga margar milljónir í æfingagjöld og erum að gera þetta frítt líka þannig það væri gaman að fá alvöru stuðning sem við höfum reyndar búnir að fá eins og á móti Stjörnunni og svo í PÍETA styrktarleiknum. Stefnan er heldur betur sett á Laugardalsvöll," sagði Arnar Laufdal.

Í lok viðtalsins kíkti afi Arnars á barnabarnið sitt. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner