Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   mið 17. júlí 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Arnar Laufdal (t.h.)
Arnar Laufdal (t.h.)
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Augnablik er komið í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins eftir endurkomusigur í framlengingu gegn KF á Ólafsfirði í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Arnar Laufdal Arnarsson leikmann liðsins eftir sigurinn.

„Geggjað að vera komnir áfram eftir langt ferðalag, ég hélt að þetta væri aðeins styttra. Menn voru orðnir sveittir inn í bíl, það gerir þennan sigur bara ennþá sætari," sagði Arnar Laufdal.

„Afi býr hérna en ég þarf að vera duglegri að kíkja á hann þannig ég muni þessa leið aðeins betur. Ég þarf að vinna í landafræðinni það er nokkuð ljóst."


Lestu um leikinn: KF 1 -  2 Augnablik

Arnar er gríðarlega ánægður með Fótbolti.net bikarinn sem er haldinn annað árið í röð í ár.

„Þetta er geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur. Það eru nokkrir strákar sem fara í gegnum Augnabliksskólann sem eiga mjög glæsta ferla en fyrir okkur hina er þetta frábær keppni til að taka þátt í. Sérstaklega þegar það er bikar undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli. Þetta gerir tímabilið ennþá skemmtilegra, þetta er frábær keppni og vonandi verður hún til margra ára," sagði Arnar.

Stefnan er sett á Laugardalsvöll þar sem úrslitaleikur keppninnar fer fram.

„Með Blikasamfélagið á okkar bandi þá getur maður vonandi klukkað tvö til þrjú þúsund Blika á völlinn því við erum allir búnir að borga margar milljónir í æfingagjöld og erum að gera þetta frítt líka þannig það væri gaman að fá alvöru stuðning sem við höfum reyndar búnir að fá eins og á móti Stjörnunni og svo í PÍETA styrktarleiknum. Stefnan er heldur betur sett á Laugardalsvöll," sagði Arnar Laufdal.

Í lok viðtalsins kíkti afi Arnars á barnabarnið sitt. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner