Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 17. júlí 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Arnar Laufdal (t.h.)
Arnar Laufdal (t.h.)
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Augnablik er komið í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins eftir endurkomusigur í framlengingu gegn KF á Ólafsfirði í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Arnar Laufdal Arnarsson leikmann liðsins eftir sigurinn.

„Geggjað að vera komnir áfram eftir langt ferðalag, ég hélt að þetta væri aðeins styttra. Menn voru orðnir sveittir inn í bíl, það gerir þennan sigur bara ennþá sætari," sagði Arnar Laufdal.

„Afi býr hérna en ég þarf að vera duglegri að kíkja á hann þannig ég muni þessa leið aðeins betur. Ég þarf að vinna í landafræðinni það er nokkuð ljóst."


Lestu um leikinn: KF 1 -  2 Augnablik

Arnar er gríðarlega ánægður með Fótbolti.net bikarinn sem er haldinn annað árið í röð í ár.

„Þetta er geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur. Það eru nokkrir strákar sem fara í gegnum Augnabliksskólann sem eiga mjög glæsta ferla en fyrir okkur hina er þetta frábær keppni til að taka þátt í. Sérstaklega þegar það er bikar undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli. Þetta gerir tímabilið ennþá skemmtilegra, þetta er frábær keppni og vonandi verður hún til margra ára," sagði Arnar.

Stefnan er sett á Laugardalsvöll þar sem úrslitaleikur keppninnar fer fram.

„Með Blikasamfélagið á okkar bandi þá getur maður vonandi klukkað tvö til þrjú þúsund Blika á völlinn því við erum allir búnir að borga margar milljónir í æfingagjöld og erum að gera þetta frítt líka þannig það væri gaman að fá alvöru stuðning sem við höfum reyndar búnir að fá eins og á móti Stjörnunni og svo í PÍETA styrktarleiknum. Stefnan er heldur betur sett á Laugardalsvöll," sagði Arnar Laufdal.

Í lok viðtalsins kíkti afi Arnars á barnabarnið sitt. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner