Franska félagið Paris Saint-Germain er í viðræðum við Napoli um kaup á nígerska framherjanum Victor Osimhen. Ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá þessu á X.
Osimhen hefur verið efsti kostur til að leiða framherjalínuna hjá PSG í einhvern tíma.
Stjórn PSG hefur gefið græna ljósið á að kaupa leikmanninn en viðræður eru nú í gangi milli félagsins og Napoli.
Þessi 25 ára gamli framherji er opinn fyrir því að fara til Frakklands, en samkvæmt Romano verða viðræðurnar við Napoli ekki auðveldar.
Samkvæmt erlendu miðlunum er talið að Napoli vilji fá rúmlega 100 milljónir evra fyrir sóknarmanninn.
Ef Osimhen fer til PSG mun Napoli reyna að fá Romelu Lukaku frá Chelsea. Hann er með 40 milljóna punda klásúlu í samningi sínum hjá Chelsea en Napoli er sannfært um að það geti lækkað kaupverðið niður í 20 milljónir.
Athugasemdir