Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 17. ágúst 2024 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Hákonar fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik
Angel Gomes
Angel Gomes
Mynd: Getty Images
Angel Gomes, leikmaður Lille í Frakklandi, var fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í 2-0 sigri liðsins á Reims í frönsku deildinni í dag.

Gomes, sem var áður á mála hjá Manchester United, rotaðist eftir harkaleg viðskipti sín við Amadou Kone á 12. mínútu.

Kone fór heldur klaufalega í einvígi við Gomes sem varð til þess að hné hans fór í höfuð Gomes, sem steinrotaðist.

Hugað var að Gomes í tæpan hálftíma aður en hann kom aftur til meðvitundar og var síðan fluttur með hraði á sjúkrahús.

Kone fékk að líta rauða spjaldið fyrir þetta glórulausa brot.

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom inn á fyrir Gomes, en Lille skoraði fyrra mark sitt seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þá gerði Jonathan David annað markið undir lok síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Ethan Mbappe.


Athugasemdir
banner
banner