Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   þri 17. september 2019 20:07
Magnús Már Einarsson
Selma Sól með slitið fremra krossband
Selma meiddist í leiknum gegn Val á sunnudaginn.
Selma meiddist í leiknum gegn Val á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, verður frá næstu mánuðina en hún er með slitið fremra krossband. Þetta staðfesti Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net.

Selma meiddist í toppslagnum gegn Val á sunnudag en niðurstaðan þar varð 1-1.

Meiðslin þýða að Selma missir af lokaumferðinni í Pepsi Max-deildinni á laugardag þar sem Breiðablik mætir Fylki á meðan Valur fær Keflavík í heimsókn. Tvö stig skilja liðin að og Breiðablik þarf að vinna og Valur að tapa til að Kópavogsliðið verði meistari.

Selma missir einnig af síðari leiknum gegn Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku en Blikar leiða 3-2 eftir fyrri leikinn.

Hin 21 árs gamla Selma er lykilmaður í liði Breiðabliks en hún á fjórtán A-landsleiki að baki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner