Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. september 2020 23:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dyche: Þetta á að vera rautt - Jói gæti verið lengi frá
Jói borinn af velli.
Jói borinn af velli.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche var ósáttur við dómara leiksins.
Sean Dyche var ósáttur við dómara leiksins.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley og íslenska landsliðsins, var tæklaður illa í leik Burnley og Sheffield United í dag. Liðin áttust við í 2. umferð enska deildabikarsins og sigraði Burnley eftir vítaspyrnukeppni.

Jack Robinson tæklaði Jóhann snemma leiks og þurfti að bera hann af velli. Jóhann þurfti að notast við súrefnisgrímu. Robinson fékk ekki spjald fyrir tæklinguna. Tæklinguna má sjá hér neðst í fréttinni.

Sean Dyche, stjóri Burnley, var ósáttur við störf dómaranna í leiknum og segir líkur á því að Jóhann verði frá í lengri tíma.

„Leik­ur­inn hef­ur breyst. Ég sagði við Chris að þegar við vorum að spila þá var þetta eðli­leg tæk­ling. Þannig er það ekki leng­ur. Þetta á að vera rautt spjald, svo ein­falt er það," sagði Dyche í viðtölum í kvöld. Chris er Chris Wilder, stjóri Sheffield United. Skáletrunin hér er samantekt af því sem Dyche sagði við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

„Ég var ekki viss þegar þetta gerðist en ég sá at­vikið aft­ur í hálfleik og þetta var al­gjör­lega ástæðulaust. Leik­menn mínir voru afar óhress­ir með þetta í hálfleik en mér tókst að koma því út úr hausn­um á þeim. Það sem mér þykir þó verst er að dóm­ar­arn­ir eru til staðar, aðstoðardóm­ar­inn var fimm metra frá at­vik­inu, ekk­ert var dæmt og við erum ekki með VAR."

„Við vit­um all­ir að í úr­vals­deild­inni hrynja menn niður þegar einhver rétt snertir þá. Það verður að vera jafn­vægi í dómgæslunni og í kvöld höfðu dómararnir rangt fyr­ir sér. Þeir voru að dæma brot á bakhrindingar en svo lætur dómarinn þetta vera. Þetta var stórfuðulegur leikur hjá dómurunum."

„Þetta verða meira en ein­hverj­ir dag­ar hjá Jó­hanni. Við þurf­um að bíða eft­ir niður­stöðunum en hann sneri upp á hnéð þegar hann var tæklaður og það eru ekki góðar frétt­ir. Jóhann hefur verið að líta vel út og þetta er annar maður á meiðslaslista hjá okkur. Eins og ég best veit þá er ekki í plönunum að fá inn nýja - þetta er erfitt þessa stundina,"
bætti Dyche við.

Wilder tjáði sig einnig um brotið: „Þetta er óheppilegt, ég hef ekki séð þetta aftur. Í gamla daga var þetta eðlileg tækling hjá mörgum leikmönnum. Ég heyrði það áðan að þessi tækling hefði verið á grensunni. Ég vona að strákurinn [Jóhann] nái fljótt góðum bata og vonandi er þetta ekki alvarlegt."

Þetta eru slæmar fréttir fyrir Jóhann, sem missti af mörgum leikjum vegna meiðsla á síðustu leiktíð, og mögulega íslenska landsliðið. Landsliðið spilar gífurlega mikilvægan leik gegn Rúmeníu eftir þrjár vikur, 8. október, og óljóst hvort Jóhann geti tekið þátt í þeim leik. Leikurinn gegn Rúmeníu er undanúrslitaleikur í umspili um laust sæti á EM á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner