Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. september 2020 11:46
Magnús Már Einarsson
Rúnar sagður kosta 1,6 milljón punda - Líklega ekki á bekk um helgina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sky Sports segir að Arsenal muni borga Dijon 1,6 milljón punda fyrir íslenska markvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson.

Rúnar Alex fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag áður en hann skrifar undir hjá félaginu.

Hann á að fylla skarð markvarðarins Emiliano Martinez sem fór til Aston Villa á 20 milljónir punda í vikunni. Rúnar á að vera varamarkvörður á eftir Bernd Leno að sögn Sky.

Matt Macey var á bekknum gegn Fulham um síðustu helgi og hann verður væntanlega einnig varamarkvörður gegn West Ham á laugardaginn þar sem ólíklegt þykir að Rúnar Alex verði kominn með leikheimild í tæka tíð.

Eftir þann leik mun Macey fá grænt ljós á að fara frá Arsenal þar sem Rúnar á að vera varamarkvörður liðsins að sögn Sky.

Hinn 25 ára gamli Rúnar Alex hefur verið á mála hjá Dijon undanfarin tvö tímabil en hann lék áður með Nordsjælland í Danmörku. Hjá Nordsjælland var markmannsþjálfari hans Inaki Cana sem er í dag markmannsþjálfari Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner