Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   lau 17. september 2022 17:12
Kjartan Leifur Sigurðsson
Eiður Smári: Það er ekki fallegt að horfa á töfluna
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi tap miðað við spilamennsku og gengi okkar undanfarnar vikur. Þetta var leikur sem fjaraði út í seinni hálfleik. Við stjórnuðum þessum leik frá fyrstu mínútu og það er agalegt að gefa Stjörnumönnum tvö mörk það var bara aðeins of dýrt." Segir Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir svekkjandi 2-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild Karla í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Stjarnan komst yfir strax í upphafi leiks þegar Ísak Andri SIgurgeirsson skoraði með skoti sem átti viðkomu í varnarmann.

„Þetta var smá högg en við komum til baka og vorum ekki rotaðir en við komum til baka og héldum okkar spili og þar var mjög sterkt að jafna leikinn. Seinni markið vegur aðeins þyngra. Eftir svona leik hugsar maður bara hvernig í ósköpunum maður fékk ekkert úr honum.

Eftir 22 leiki eru Hafnfirðingar í 11. sæti deildarinnar og eru þar með í fallsæti. Árangurinn hefur ekki verið viðunandi fyrir þetta stórveldi.

„Mér finnst það ekkert æðislegt en þetta er staðan sem við erum í og þetta er staðan fyrir okkur alla í heild sinni. Það er ekki fallegt að horfa á töfluna en það er allt í lagi að horfa á þetta raunsætt. Það eru 5 leikir eftir sem betur fer. Þetta er undir okkur komið. Ef við höldum að við séum of góðir til að falla þá gæti orðið vesen en við förum bara í það sem við höfum verið í undanfarið þá erum við bjartsýnir á þetta."

Framundan hjá FH er bikarúrslitaleikur og ef hann vinnst þá gæti það lyft upp andanum í kringum liðið.

„Núna kemur smá pása og öll einbeiting fer á þennan eina úrslitaleik sem við klárum eins og menn og gefum okkur alla í það gefur auga leið. Þetta er einn fótboltaleikur og það getur allt gerst.Svo þurfum við sama hvernig hann fer að láta hann ekki lyfta okkur í hæstu hæðir né draga okkur niður því eftir það tekur raunveruleikinn við."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner