Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   lau 17. september 2022 17:12
Kjartan Leifur Sigurðsson
Eiður Smári: Það er ekki fallegt að horfa á töfluna
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi tap miðað við spilamennsku og gengi okkar undanfarnar vikur. Þetta var leikur sem fjaraði út í seinni hálfleik. Við stjórnuðum þessum leik frá fyrstu mínútu og það er agalegt að gefa Stjörnumönnum tvö mörk það var bara aðeins of dýrt." Segir Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir svekkjandi 2-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild Karla í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Stjarnan komst yfir strax í upphafi leiks þegar Ísak Andri SIgurgeirsson skoraði með skoti sem átti viðkomu í varnarmann.

„Þetta var smá högg en við komum til baka og vorum ekki rotaðir en við komum til baka og héldum okkar spili og þar var mjög sterkt að jafna leikinn. Seinni markið vegur aðeins þyngra. Eftir svona leik hugsar maður bara hvernig í ósköpunum maður fékk ekkert úr honum.

Eftir 22 leiki eru Hafnfirðingar í 11. sæti deildarinnar og eru þar með í fallsæti. Árangurinn hefur ekki verið viðunandi fyrir þetta stórveldi.

„Mér finnst það ekkert æðislegt en þetta er staðan sem við erum í og þetta er staðan fyrir okkur alla í heild sinni. Það er ekki fallegt að horfa á töfluna en það er allt í lagi að horfa á þetta raunsætt. Það eru 5 leikir eftir sem betur fer. Þetta er undir okkur komið. Ef við höldum að við séum of góðir til að falla þá gæti orðið vesen en við förum bara í það sem við höfum verið í undanfarið þá erum við bjartsýnir á þetta."

Framundan hjá FH er bikarúrslitaleikur og ef hann vinnst þá gæti það lyft upp andanum í kringum liðið.

„Núna kemur smá pása og öll einbeiting fer á þennan eina úrslitaleik sem við klárum eins og menn og gefum okkur alla í það gefur auga leið. Þetta er einn fótboltaleikur og það getur allt gerst.Svo þurfum við sama hvernig hann fer að láta hann ekki lyfta okkur í hæstu hæðir né draga okkur niður því eftir það tekur raunveruleikinn við."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner