Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   lau 17. september 2022 17:12
Kjartan Leifur Sigurðsson
Eiður Smári: Það er ekki fallegt að horfa á töfluna
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi tap miðað við spilamennsku og gengi okkar undanfarnar vikur. Þetta var leikur sem fjaraði út í seinni hálfleik. Við stjórnuðum þessum leik frá fyrstu mínútu og það er agalegt að gefa Stjörnumönnum tvö mörk það var bara aðeins of dýrt." Segir Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir svekkjandi 2-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild Karla í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Stjarnan komst yfir strax í upphafi leiks þegar Ísak Andri SIgurgeirsson skoraði með skoti sem átti viðkomu í varnarmann.

„Þetta var smá högg en við komum til baka og vorum ekki rotaðir en við komum til baka og héldum okkar spili og þar var mjög sterkt að jafna leikinn. Seinni markið vegur aðeins þyngra. Eftir svona leik hugsar maður bara hvernig í ósköpunum maður fékk ekkert úr honum.

Eftir 22 leiki eru Hafnfirðingar í 11. sæti deildarinnar og eru þar með í fallsæti. Árangurinn hefur ekki verið viðunandi fyrir þetta stórveldi.

„Mér finnst það ekkert æðislegt en þetta er staðan sem við erum í og þetta er staðan fyrir okkur alla í heild sinni. Það er ekki fallegt að horfa á töfluna en það er allt í lagi að horfa á þetta raunsætt. Það eru 5 leikir eftir sem betur fer. Þetta er undir okkur komið. Ef við höldum að við séum of góðir til að falla þá gæti orðið vesen en við förum bara í það sem við höfum verið í undanfarið þá erum við bjartsýnir á þetta."

Framundan hjá FH er bikarúrslitaleikur og ef hann vinnst þá gæti það lyft upp andanum í kringum liðið.

„Núna kemur smá pása og öll einbeiting fer á þennan eina úrslitaleik sem við klárum eins og menn og gefum okkur alla í það gefur auga leið. Þetta er einn fótboltaleikur og það getur allt gerst.Svo þurfum við sama hvernig hann fer að láta hann ekki lyfta okkur í hæstu hæðir né draga okkur niður því eftir það tekur raunveruleikinn við."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir