Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   lau 17. september 2022 17:12
Kjartan Leifur Sigurðsson
Eiður Smári: Það er ekki fallegt að horfa á töfluna
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi tap miðað við spilamennsku og gengi okkar undanfarnar vikur. Þetta var leikur sem fjaraði út í seinni hálfleik. Við stjórnuðum þessum leik frá fyrstu mínútu og það er agalegt að gefa Stjörnumönnum tvö mörk það var bara aðeins of dýrt." Segir Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir svekkjandi 2-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild Karla í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Stjarnan komst yfir strax í upphafi leiks þegar Ísak Andri SIgurgeirsson skoraði með skoti sem átti viðkomu í varnarmann.

„Þetta var smá högg en við komum til baka og vorum ekki rotaðir en við komum til baka og héldum okkar spili og þar var mjög sterkt að jafna leikinn. Seinni markið vegur aðeins þyngra. Eftir svona leik hugsar maður bara hvernig í ósköpunum maður fékk ekkert úr honum.

Eftir 22 leiki eru Hafnfirðingar í 11. sæti deildarinnar og eru þar með í fallsæti. Árangurinn hefur ekki verið viðunandi fyrir þetta stórveldi.

„Mér finnst það ekkert æðislegt en þetta er staðan sem við erum í og þetta er staðan fyrir okkur alla í heild sinni. Það er ekki fallegt að horfa á töfluna en það er allt í lagi að horfa á þetta raunsætt. Það eru 5 leikir eftir sem betur fer. Þetta er undir okkur komið. Ef við höldum að við séum of góðir til að falla þá gæti orðið vesen en við förum bara í það sem við höfum verið í undanfarið þá erum við bjartsýnir á þetta."

Framundan hjá FH er bikarúrslitaleikur og ef hann vinnst þá gæti það lyft upp andanum í kringum liðið.

„Núna kemur smá pása og öll einbeiting fer á þennan eina úrslitaleik sem við klárum eins og menn og gefum okkur alla í það gefur auga leið. Þetta er einn fótboltaleikur og það getur allt gerst.Svo þurfum við sama hvernig hann fer að láta hann ekki lyfta okkur í hæstu hæðir né draga okkur niður því eftir það tekur raunveruleikinn við."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner