29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 17. september 2022 17:12
Kjartan Leifur Sigurðsson
Eiður Smári: Það er ekki fallegt að horfa á töfluna
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi tap miðað við spilamennsku og gengi okkar undanfarnar vikur. Þetta var leikur sem fjaraði út í seinni hálfleik. Við stjórnuðum þessum leik frá fyrstu mínútu og það er agalegt að gefa Stjörnumönnum tvö mörk það var bara aðeins of dýrt." Segir Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir svekkjandi 2-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild Karla í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 FH

Stjarnan komst yfir strax í upphafi leiks þegar Ísak Andri SIgurgeirsson skoraði með skoti sem átti viðkomu í varnarmann.

„Þetta var smá högg en við komum til baka og vorum ekki rotaðir en við komum til baka og héldum okkar spili og þar var mjög sterkt að jafna leikinn. Seinni markið vegur aðeins þyngra. Eftir svona leik hugsar maður bara hvernig í ósköpunum maður fékk ekkert úr honum.

Eftir 22 leiki eru Hafnfirðingar í 11. sæti deildarinnar og eru þar með í fallsæti. Árangurinn hefur ekki verið viðunandi fyrir þetta stórveldi.

„Mér finnst það ekkert æðislegt en þetta er staðan sem við erum í og þetta er staðan fyrir okkur alla í heild sinni. Það er ekki fallegt að horfa á töfluna en það er allt í lagi að horfa á þetta raunsætt. Það eru 5 leikir eftir sem betur fer. Þetta er undir okkur komið. Ef við höldum að við séum of góðir til að falla þá gæti orðið vesen en við förum bara í það sem við höfum verið í undanfarið þá erum við bjartsýnir á þetta."

Framundan hjá FH er bikarúrslitaleikur og ef hann vinnst þá gæti það lyft upp andanum í kringum liðið.

„Núna kemur smá pása og öll einbeiting fer á þennan eina úrslitaleik sem við klárum eins og menn og gefum okkur alla í það gefur auga leið. Þetta er einn fótboltaleikur og það getur allt gerst.Svo þurfum við sama hvernig hann fer að láta hann ekki lyfta okkur í hæstu hæðir né draga okkur niður því eftir það tekur raunveruleikinn við."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner