Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Tufa: Þurfti ekkert að gíra menn upp
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   sun 17. september 2023 19:53
Sævar Þór Sveinsson
Rúnar Páll: Hann er mikill markaskorari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í kvöld í fyrstu umferð eftir skiptingu í neðri hluta Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 ÍBV

Bara hörkuleikur og mér fannst við spila ágætlega 75% af þessum leik. Dettum niður í byrjun seinni hálfleiks þar sem ÍBV tekur aðeins yfir leikinn. Eftir að þeir komast yfir förum við aftur í gang og þeir detta niður og helvítis kraftur í okkur. Við hefðum viljað vinna þennan leik að sjálfsögðu og fengum færi til þess bæði í fyrri hálfleik og í lok leiksins til þess að setja þetta þriðja mark.

Rúnar gerði breytingu á liði sínu á 85. mínútu þegar hann setti hinn 19 ára gamla Þórodd Víkingsson inn á fyrir Benedikt Daríus. Mínútu síðar var Þóroddur búinn að skora með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

Þóroddur er ungur strákur sem er að stíga sín fyrstu skref. Hann er mikill markaskorari,er með þvílíkan skrokk og bara framtíðarleikmaður okkar.

Ásgeir Eyþórsson var á bekknum hjá Fylki í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli bróðurpart mótsins.

Það styttist með hverjum degi. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir Fylkisliðið það segir sig sjálft, okkar besti maður síðustu ár. Við höfum spilað nánast heilt mót án hans og gert það ágætlega.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner