Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   lau 17. október 2020 10:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Everton og Liverpool: Thiago og Mane byrja - Gylfi á bekknum
Everton og Liverpool mætast í nágrannaslag klukkan 11:30. Leikurinn er í beinni útsendingu á Síminn Sport og fer fram á Goodison Park, heimavelli Everton.

Leikurinn er viðureign toppliðsins í deildinni og Englandsmeistara síðasta tímabils. Everton er með fullt hús stiga á toppnum og hefur ekki unnið Liverpool á síðustu tíu árum.

Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum hjá Everton eftir að hafa byrjað síðasta deildarleik. Andre Gomes og Allan snúa aftur inn á miðjuna í liði Everton.

Alls eru fjórar breytingar á liði Liverpool. Þeir Thiago Alcantara, Joel Matip og Jordan Henderson koma inn í lið Liverpool. Diogo Jota er á bekknum og Adrian ver mark liðsins þar sem Allisson er meiddur. Sadio Mane tekur sæti Jota í byrjunarliðinu en Mane var fjarverandi vegna kórónaveirunnar í síðasta deildarleik.

Byrjunarlið Everton: Pickford, Coleman, Mina, Keane, Digne, Allan, Doucoure, Gomes, Rodriguez, Richarlison og Calvert-Lewin.

(Varamenn: Olsen, Delph, Gylfi Þór, Iwobi, Bernard, Godfrey, Davies.)

Byrjunarlið Liverpool: Adrian, Trent, Matip, Van Dijk, Robertson, Thiago, Fabino, Henderson, Mane, Salah, Firmino.

(Varamenn: Kelleher, Wijnaldum, Milner, Gomez, Jones, Minamino, Jota.)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner