Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
   lau 17. október 2020 14:34
Elvar Geir Magnússon
VAR að kæfa umræðuna um fótboltann
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Kristján Atli Ragnarsson, Liverpool maður og sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolta.net um enska boltann, segir að VAR umræða sé að kæfa alla umræðu um fótbolta.

VAR tók mark af Liverpool i uppbótartíma í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli í grannaslagnum við Everton.

„Eftir svona góðan fótboltaleik þá nennir maður ekki að tala um VAR." sagði Kristján Atli í útvarpsþættinum á X977 í dag.

„Sama hvaða lið á í hlut, svona mark á að fá að standa. Þegar svona mörk eru tekin af þá finnst mér við vera komin á stað þar sem ekki er verið að vinna í þágu leiksins. Þetta var frábær fótboltaleikur þar sem bæði lið sýna styrkleika og veikleika sína. Það er aldrei hægt að ræða neitt án þess að fara í VAR umræðuna."

„Þessi tækni kom upp til að fækka dómaramistökum en síðan VAR kom inn í þessar deildir er allt logandi í VAR umræðum en enginn að tala um fótboltann."

Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að ofan en hér er hægt að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner