Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
Kjaftæðið - Jason Daði á heimleið?
Kjaftæðið - Viðbjóður í Varsjá
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur í Varsjá og Heimir gegn Ronaldo
Kjaftæðið - Ísland í lykilstöðu fyrir umspilssæti
Hugarburðarbolti GW 11 Úr skúrk, yfir í hetju á einni viku!
Enski boltinn - Var tímabilið að sveiflast þarna?
Kjaftæðið - City valtaði yfir Liverpool og Amorim drullaði á sig
Útvarpsþátturinn - Davíð Smári, kapallinn og ensk verðlaun
Kjaftæðið - Frankarinn kominn heim og lét til sín taka!
banner
   lau 17. október 2020 14:34
Elvar Geir Magnússon
VAR að kæfa umræðuna um fótboltann
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Kristján Atli Ragnarsson, Liverpool maður og sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolta.net um enska boltann, segir að VAR umræða sé að kæfa alla umræðu um fótbolta.

VAR tók mark af Liverpool i uppbótartíma í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli í grannaslagnum við Everton.

„Eftir svona góðan fótboltaleik þá nennir maður ekki að tala um VAR." sagði Kristján Atli í útvarpsþættinum á X977 í dag.

„Sama hvaða lið á í hlut, svona mark á að fá að standa. Þegar svona mörk eru tekin af þá finnst mér við vera komin á stað þar sem ekki er verið að vinna í þágu leiksins. Þetta var frábær fótboltaleikur þar sem bæði lið sýna styrkleika og veikleika sína. Það er aldrei hægt að ræða neitt án þess að fara í VAR umræðuna."

„Þessi tækni kom upp til að fækka dómaramistökum en síðan VAR kom inn í þessar deildir er allt logandi í VAR umræðum en enginn að tala um fótboltann."

Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að ofan en hér er hægt að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner