Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 17. október 2024 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn ÍR brjálaðir út í Árna
Lengjudeildin
Árni og Jói voru saman 'Þjálfari ársins' í Lengjudeildinni.
Árni og Jói voru saman 'Þjálfari ársins' í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mættur aftur í Fylki.
Mættur aftur í Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í gær tilkynnti Fylkir að Árni Freyr Guðnason væri orðinn nýr þjálfari meistaraflokks karla. Árni, sem kemur frá ÍR, er fyrrum leikmaður Fylkis og tekur við liðinu eftir að tímabilinu í Bestu deildinni lýkur.

Árni fer til Fylkis mánuði eftir að hafa framlengt samning sinn við ÍR. Stuðningsmenn ÍR eru bálreiðir út í hans ákvörðun að vilja fara annað á þessum tímapunkti, sérstaklega að fara í félag sem verður í sömu deild og ÍR á næsta tímabili.

Árni náði ásamt Jóhanni Birni Guðmundssyni frábærum árangri með ÍR. Árni lék einnig með ÍR á sínum tíma og var mjög vinsæll meðal stuðningsmanna. Það virðist þó breyst miðað við færslur á X eftir tíðindi gærkvöldsins.





Athugasemdir
banner
banner