Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 18. janúar 2020 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingvar Jóns: Meira spennandi að koma í Víking en vera áfram erlendis
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Ingvar Jónsson er mættur í Víkings treyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búin að vera ákveðin óvissa í nokkra mánuði hvar ég verð og ég hef gefið mér góðan tíma í að taka ákvörðunina. Ég er mjög sáttur að þetta sé komið og mjög spenntur að byrja," sagði Ingvar Jónsson markvörðurinn við Fótbolta.net í dag.

Hann hafði þá gengið frá þriggja ára samningi við bikarmeistara Víkings. Hann yfirgaf Stjörnuna árið 2014 og hefur síðan verið í atvinnumennsku.

„Atvinnuennskan byrjaði brösulega þegar ég fór á lán til Start. Svo var ég mjög ánægður með tímann hjá Sandefjord þar sem ég var í tvö og hálft ár og fór upp um deild og átti gott tímabil í efstu deild Noregs. Á síðasta árinu mínu lenti ég svo í erfiðum meiðsli, var lengi frá. Svo klikkaði Danmerkur ævintýrið á einu stigi í lokaumferðinni. Það þarf ákveðna heppni í þessu en þetta var mikil reynsla fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég naut mín í þessi fimm ár."

Ingvar er orðinn þrítugur og segist ekki vera að hugsa um að fara aftur í atvinnumennsku.

„Það er erfiður markaður úti að komast í gott félag þar sem maður fær að spila. Mér fannst meira spennandi að koma í Víking og vera að berjast í toppbaráttu og Evrópukeppni og vera í lykilhlutverki í flottu félagi. Hugur minn er ekki erlendis núna."

Ingvar hefur verið viðloðandi landsliðið og hafði verið orðaður við önnur félög, en hvað var meira spennandi við Víking á þessum tímapunkti?

„Það er margt spennandi í gangi hérna. Arnar Gunnlaugsson og allt þjálfarateymið er mjög spennandi og það er metnaðarfull stjórn hérna. Maður finnur að fólk vill árangur og taka skrefið lengra. Þeir áttu frábært sumar í fyrra og vilja byggja ofan á það og gera enn betur. Það eru líka reynslumiklir menn í liðinu og mikið af ungum leikmönnum sem er gaman að taka þátt í að hjálpa að ná enn lengra."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner