Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 10:52
Elvar Geir Magnússon
Boca Juniors vann Maradona bikarinn
Leikmenn Boca Juniors fagna.
Leikmenn Boca Juniors fagna.
Mynd: Getty Images
Argentínska liðið Boca Juniors vann Diego Armando Maradona bikarinn eftir 5-3 sigur í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum gegn Banfield.

Maradona lést í nóvember og var deildabikarkeppni Argentínu endurskírð í höfuðið á honum í kjölfarið.

Boca var yfir þegar kom að uppbótartíma í úrslitaleiknum eftir mark frá Edwin Carmona en Luciano Lollo náði að jafna fyrir Banfield í uppbótartímanum. Skömmu áður hafði Emmanuel Mas, leikmaður Boca, fengið rauða spjaldið.

Boca skoraði úr öllum vítaspyrnum sínum á meðan Jorge Rodriguez brást bogalistin hjá Banfield.

„Þessi bikar er til heiðurs Diego," sagði Ramon Abila hjá Boca eftir leikinn. Sigurinn kemur nokkrum dögum eftir að Boca tapaði fyrir Santos í Copa Liberadores keppninni.
Athugasemdir
banner
banner