Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. janúar 2021 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Phil Neville tekur við Inter Miami (Staðfest)
Phil Neville er mættur til Miami
Phil Neville er mættur til Miami
Mynd: Getty Images
Bandaríska knattspyrnufélagið Inter Miami hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara en Phil Neville mun stýra liðinu á komandi leiktíð.

Neville sagði starfi sínu lausu hjá enska kvennalandsliðinu fyrr í dag til að ganga frá samningum við Miami-liðið en það er í eigu David Beckham, fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United og enska landsliðinu.

Neville hafði gert góða hluti með kvennalandsliðið en hann stýrði liðinu i undanúrslit á HM árið 2019 og vann þá SheBelieves-bikarinn sama ár.

Hann er nú mættur til Miami að hjálpa félaga sínum að stækka nafn Inter Miami. Neville gerir tveggja ára samning við félagið.

Miami spilaði fyrsta tímabil sitt í MLS-deildinni á síðasta ári en liðið er í mótun. Félagið fékk Gonzalo Higuain frá Juventus á síðasta ári og þá er stefnan á að fá annað stórt nafn á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner