Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Afturelding vs Dr. Football
Hugarburðarbolti GW9 Erik ten Hag rekinn!
Enski boltinn - Ten Hag rekinn og dramatík á Emirates
Innkastið - Grimmir Blikar verðskuldaðir meistarar
Útvarpsþátturinn - Láki og leikurinn stóri
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: ÍA vs Stöð 2
Hugarburðarbolti GW8 Jón Steinsson var aftur hetja bláliða!
Enski boltinn - Klopp ekki ómissandi og Sir Alex bolað burt
Innkastið - Stjórnlaust hringleikahús
Tveggja Turna Tal - Árni Freyr Guðnason
Útvarpsþátturinn - Framtíð Norðmannsins og fall Fylkis
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fram vs Fótbolti.net
Innkastið - Af hverju VAR ekki dæmt?
Tveggja Turna Tal - Þorsteinn Halldórsson
Útvarpsþátturinn - Landsliðshetjur og Toddi
Tveggja Turna Tal - Åge Hareide
Fullkominn endir: Íslandsmeistararnir Ásta Eir og Kristín Dís
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: KR vs RÚV
Hugarburðarbolti GW7 Danny Welbeck er eins og Benjamin Button!
Frá Eastbourne að Íslandsmeistaratitlinum
   þri 18. febrúar 2014 10:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Finnur Orri og Elfar Árni gestir í gasklefanum
Finnur Orri leiðir sitt lið inn á völlinn.
Finnur Orri leiðir sitt lið inn á völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni í leik gegn FH í Kaplakrika.
Elfar Árni í leik gegn FH í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Uppáhalds staða Finns er sem djúpur miðjumaður en hann hefur einnig leyst stöðu miðvarðar.
Uppáhalds staða Finns er sem djúpur miðjumaður en hann hefur einnig leyst stöðu miðvarðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar hefur sýnt skemmtileg tilþrif í Blikabúningnum.
Elfar hefur sýnt skemmtileg tilþrif í Blikabúningnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur ræðir við Garðar Örn dómara.
Finnur ræðir við Garðar Örn dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni fagnar marki.
Elfar Árni fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtal úr útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag. Tveir leikmenn Breiðabliks, fyrirliðinn Finnur Orri Margeirsson og Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson, heimsóttu gasklefa X-ins 97,7.

Byrjað var að ræða um þátttöku Blika í æfingamóti í Portúgal þar sem þeir stóðu sig vel.

„Það var leiðinlega mikil rigning þarna en annars var þetta í heildina fín ferð," segir Elfar Árni og Finnur segir að það fyrsta sem hefði þurft að gera við heimkomuna hefði verið að skella sér í ljósatíma svo fólk héldi að það hefði verið einhver sól í ferðinni.

„Umgjörðin í kringum mótið var mjög flott og maður sá það þegar maður kom á vellina. Það var mikið lagt í þetta og mótið stærra en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi," segir Finnur.

„Við fórum út 3. febrúar og áttum leik strax daginn eftir að við komum. Fyrsti leikur var gegn Mattersburg (frá Austurríki) og það var klárlega þreyta í mönnum. Maður vissi ekki alveg hverju maður átti von á. Nýju mennirnir komu vel út í þeim leik," segir Finnur og Elfar heldur áfram:

„Austurríkismennirnir voru seigir og eru með fínt lið en við áttum kannski ekki glimrandi leik á móti þeim. Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum allavega jafntefli og unnum svo í vító."

Sigur sem gefur okkur mikið
Breiðablik vann svo flottan sigur gegn Midtjylland. Þó danska liðið hafi ekki teflt fram sínu sterkasta liði segir Finnur sigurinn gefa Blikum mikið.

„Það gefur okkur sjálfstraust og vitneskju um hvað við getum spilað vel. Við lögðum þetta ekkert ósvipað upp og Evrópuleikina í fyrra. Við lögðum upp með góðum varnarleik og það gekk upp."

Breiðablik mætir til leiks með gjörbreytta vörn en Finnur segir að vel hafi tekist að púsla nýrri vörn saman.

„Það er mikil samkeppni þar með innkomu Stebba (Stefáns Gíslasonar) sem hefur mjög margt fram að færa. Maður sá það til dæmis í leiknum gegn FCK í Portúgal að hann hefur spilað nokkra svona leiki."

„Það er mjög gott að fá svona leiki yfir vetrartímann," segir Elfar. „Þetta er kannski eitthvað sem íslensku liðunum hefur vantað. Menn fá ekki oft svona alvöru leiki gegn erlendum liðum og það var mjög gaman að prófa að fara á svona mót."

En hvað voru menn að gera milli æfinga og leikja þarna úti?

„Netið á hótelinu var allavega ekki upp á marga fiska. Menn þurftu að finna sér eitthvað annað að gera. Gumm og Gulli (Gummi Ben og Gunnleifur Gunnleifsson) voru á netinu í lobbýinu og hinir komust þá ekkert á netið. En það var allavega borðtennisborð þarna sem við vorum mikið að sækja í," segir Elfar en þeir félagar segja Jordan Halsman bestan í borðtennis af Blikunum.

Finnur glímdi við veikindi meðan á æfingaferðinni stóð. „Ég var svo "heppinn" að ná mér í 40 stiga hita rétt fyrir annan leik. Það náði að halda sér út ferðina. Það er bara eins og það er," segir Finnur.

Vantaði fókus á réttum augnablikum
Breiðablik stóð sig frábærlega í Evrópukeppni í fyrra en tókst ekki að vinna sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni fyrir þetta ár.

„Það varpaði leiðinlegu ljósi á þetta að ná ekki Evrópusæti aftur miðað við hve vel gekk þar. En yfir tímabilið vantaði fókus á réttum augnablikum. Það vantaði að grípa þau tækifæri sem við þurftum að grípa þegar þau voru til staðar. Við getum lært ýmislegt af síðasta tímabili," segir Finnur sem lék í fyrra sinn 150. leik fyrir Blika þrátt fyrir ungan aldur en hann verður 23 ára í mars.

„Það er margt búið að breytast og umhverfið allt annað frá því að ég kom fyrst inn í þetta. Þá voru allir útlendingarnir þarna og ég spilaði með Srdjan (Gasic) í hafsentnum og Casper (Jacobsen) í markinu fyrir aftan mig. Svo voru þeir þarna Prince (Rajcomar), Malli (Marel Baldvinsson) og allir þeir. Það kenndi manni mikið."

„Svo fóru þessir menn allir og ábyrgðin var sett á okkur ungu strákana. Þá fengum við pressu á okkur og maður græddi helling á því."

Þrátt fyrir leikjafjöldan hefur Finnur enn ekki skorað í deild eða bikar og varð að nota tækifærið og skjóta því að honum.

Sagði sömu söguna fjórum sinnum
Ekki var hægt að fá Elfar Árna í heimsókn án þess að spjalla um leikinn eftirminnilega gegn KR í fyrra þar sem hann fékk höfuðhögg á fjórðu mínútu. Margir óttuðust það versta og var Elfar fluttur á sjúkrahús og leik var hætt.

„Ég man alveg eftir byrjuninni á leiknum og þegar ég fór upp í skallaboltann. Svo bara vakna ég á sjúkrahúsinu vel lyfjaður í rólegheitum. Daginn eftir var smá ógleði en annars fór þetta mjög fljótt og ég hef ekki fengið nein eftirköst eða neitt þannig," segir Elfar sem hefur náð fullum bata.

Finnur bætir við: „Ég og Kiddi (Kristinn Jónsson) kíktum upp á sjúkrahús tveimur til þremur tímum eftir þetta og fengum að heyra sömu söguna fjórum sinnum með tveggja mínútna millibili."

Eftir atvikið fór Elfar heim til Húsavíkur í slökun en þegar hann mætti aftur til æfinga virtist óheppnin elta hann og kaldhæðnislegt að hann lenti oft í því að fá boltann í hausinn.

„Þegar ég byrjaði að mæta á æfingar en var bara að skokka þá var ég samt farinn að fá boltann í hausinn. Ef maður ætlar að passa sig þá verður þetta bara verra," segir Elfar.

Finnur vill HK upp í efstu deild
Í lok viðtalsins var rætt um hvort rígur í íslenskum fótbolta væri hverfandi. Rígurinn milli Breiðabliks og HK virðist horfinn en gallharðir Blikar eru komnir í HK-búninginn og öfugt. Frægasta dæmið er þegar Gunnleifur Gunnleifsson samdi við Breiðablik.

„Það voru tímamót að fá mesta HK-inginn af þeim öllum yfir í Breiðablik. Ég held að hann hafi sett reglu um að ef þú myndir mæta í grænu í HK-klefann yrði það rifið í sundur, hent í ruslafötuna og kveikt í því," segir Finnur sem saknar þess að spila við HK.

„Það yrði mjög gaman að fá þá upp í efstu deild og mæta þeim aftur. Það er alltaf fútt í því að hafa vitleysu í stúkunni og smá læti. Það er skemmtilegra að spila þannig leiki og það er ekki spilað nóg af þannig leikjum."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner