Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. mars 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Höttur/Huginn fær tvo Norðmenn (Staðfest)
Úr leik hjá Hetti/Huginn í fyrrasumar.
Úr leik hjá Hetti/Huginn í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höttur/Huginn hefur fengið norsku leikmennina Knut Erik Myklebust og Magnus Lien Bichoff í sínar raðir fyrir keppni í 3. deildinni í sumar.

Báðir leikmennirnir ákváðu að koma til Íslands eftir að tilkynnt var ða keppni í norsku 3. deildinni byrji ekki fyrr en í fyrsta lagi fyrr en í ágúst vegna kórónuveirufaraldursins.

Knut er sóknarmaður sem hefur leikið með Hetti/Huginn hluta af síðustu tveimur tímabilum.

Magnús er 23 ára varnar og miðjumaður og á um 50 leiki í 3. Deild í Noregi.

Leikmennirnir koma til Íslands í lok mánaðarins og byrja æfingar með Hetti/Huginn í kringum páska.

Brynjar Árnason er nýr þjálfari hjá Hetti/Huginn en hann tók við liðinu af Viðari Jónssyni eftir síðasta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner