
Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er í landsliðshópnum sem mætir Kósóvó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar um helgina.
Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.
Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.
„Þetta verða hörku leikir og við ætlum að reyna vinna þá, það er markmiðið okkar. Það eru nýjar áherslur með nýjum þjálfara," sagði Mikael.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur talað um leikmenn munu leysa margar stöður á vellinum, eitthvað sem MIkael Egill þekkir vel.
„Ég er tilbúinn að spila allsstaðar bara þar sem hann vill spila mér. Það er bara flott," sagði Mikael.
Margir koma funheitir inn í verkefnið og því mikil samkeppni í liðinu.
„Þannig á það að vera. Bestu leikmennirnir á Íslandi eru að koma saman og keppast um sæti í liðinu, auðvitað á það að vera þannig," sagði Mikael.
Ferðast með bát í heimaleikina
Mikael Egill ræddi við Fótbolta.net um gengið á Ítalíu en Venezia er í fallbaráttu í efstu deild. Liðið hefur þó geert fjögur jafntefli í röð.
Hann sagði frá áhugaverðum ferðamáta liðsins í heimaleikina.
„Við gistum inn í Feneyjum og svo tökum við bát fyrir leik," sagði Mikael Egill.
Athugasemdir