Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í bandaríkjunum.
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
   þri 18. mars 2025 20:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er í landsliðshópnum sem mætir Kósóvó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar um helgina.

Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Þetta verða hörku leikir og við ætlum að reyna vinna þá, það er markmiðið okkar. Það eru nýjar áherslur með nýjum þjálfara," sagði Mikael.

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur talað um leikmenn munu leysa margar stöður á vellinum, eitthvað sem MIkael Egill þekkir vel.

„Ég er tilbúinn að spila allsstaðar bara þar sem hann vill spila mér. Það er bara flott," sagði Mikael.

Margir koma funheitir inn í verkefnið og því mikil samkeppni í liðinu.

„Þannig á það að vera. Bestu leikmennirnir á Íslandi eru að koma saman og keppast um sæti í liðinu, auðvitað á það að vera þannig," sagði Mikael.

Ferðast með bát í heimaleikina

Mikael Egill ræddi við Fótbolta.net um gengið á Ítalíu en Venezia er í fallbaráttu í efstu deild. Liðið hefur þó geert fjögur jafntefli í röð.

Hann sagði frá áhugaverðum ferðamáta liðsins í heimaleikina.

„Við gistum inn í Feneyjum og svo tökum við bát fyrir leik," sagði Mikael Egill.
Athugasemdir
banner