Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
banner
   þri 18. mars 2025 20:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er í landsliðshópnum sem mætir Kósóvó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar um helgina.

Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Þetta verða hörku leikir og við ætlum að reyna vinna þá, það er markmiðið okkar. Það eru nýjar áherslur með nýjum þjálfara," sagði Mikael.

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur talað um leikmenn munu leysa margar stöður á vellinum, eitthvað sem MIkael Egill þekkir vel.

„Ég er tilbúinn að spila allsstaðar bara þar sem hann vill spila mér. Það er bara flott," sagði Mikael.

Margir koma funheitir inn í verkefnið og því mikil samkeppni í liðinu.

„Þannig á það að vera. Bestu leikmennirnir á Íslandi eru að koma saman og keppast um sæti í liðinu, auðvitað á það að vera þannig," sagði Mikael.

Ferðast með bát í heimaleikina

Mikael Egill ræddi við Fótbolta.net um gengið á Ítalíu en Venezia er í fallbaráttu í efstu deild. Liðið hefur þó geert fjögur jafntefli í röð.

Hann sagði frá áhugaverðum ferðamáta liðsins í heimaleikina.

„Við gistum inn í Feneyjum og svo tökum við bát fyrir leik," sagði Mikael Egill.
Athugasemdir