Hong Myung-bo, landsliðsþjálfari Suður-Kóreu, hefur sakað Bayern Munchen um að hafa ekki verndað Kim Min-jae varnarmann Suður-Kóreu gegn meiðslum.
Kim mun missa af leikjum Suður-Kóreu í undankeppni HM gegn Oman og Jordan sem framundan eru vegna meiðsla á hásin sem hann varð fyrir hjá Bayern.
Þessi 28 ára gamli miðvörður fór í rannsókn eftir leik Bayern gegn Leverkusen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku og Vincent Kompany, stjóri Bayern sagði fyrir helgi að hann yfir frá næstu vikurnar.
„Því miður þá verndaði Bayern leikmanninn ekki nægilega vel til að koma í veg fyrir meiðsli. Þá verðum við að spila þessa mikilvægu leiki án lykilmanns," sagði Hong.
„Kim Min-jae er mjög mikilvægur, ekki bara fyrir félagið sitt en líka fyrir þjóð sína. Bara af því að leikur er mikilvægur þýðir það ekki að það sé rétt að hafa Kim á vellinum. Það hringdu viðvörunarbjöllur í fyrra og við vorum mjög meðvitaðir um þær."
Athugasemdir