Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   sun 18. apríl 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Nketiah henti blautri tusku í andlitið á Fulham-mönnum
Mynd: EPA
Arsenal 1 - 1 Fulham
0-1 Josh Maja ('59 , víti)
1-1 Eddie Nketiah ('97)

Arsenal og Fulham gerðu jafntefli í Lundúnarslag í dag. Staðan var markalaus í leikhléi en í seinni hálfleik skoraði Josh Maja fyrra markið úr vítaspyrnu á 59. mínútu.

Maja var þar að skora sitt þriðja útivallarmark fyrir Fulham í vetur. Deni Ceballos skoraði mark fyrir Arsenal undir lok fyrri hálfleiks en það var dæmt af þar sem Bukayo Saka var rangstæður í aðdragandanum - mjög, mjög tæpt.

Þá átti Bukayo Saka stangarskot í seinni hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki þá stundina. Arsenal tókst að jafna leikinn á sjöundu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Eddie Nketiah var réttur maður á réttum stað og kom boltanum í netið eftri að Alphonse Areola varði tilraun Arsenal manna eftir hornspyrnu.

Fulham missir af tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um sæti í deildinni á næsta tímabili. Arsenal er um miðja deild.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Chelsea 9 4 3 2 17 10 +7 15
4 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
5 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
6 Sunderland 9 4 3 2 10 7 +3 15
7 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Newcastle 9 3 3 3 8 7 +1 12
12 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
13 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
14 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
15 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
16 Fulham 9 2 2 5 8 13 -5 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner