Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   fim 18. apríl 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Haaland með fleiri tapaða bolta en heppnaðar sendingar
Erling Haaland átti erfitt kvöld.
Erling Haaland átti erfitt kvöld.
Mynd: EPA
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland var ekki upp á sitt besta í einvígi Manchester City gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Sparkspekingarnir Jamie Carragher og Roy Keane hafa báðir gagnrýnt Haaland og hæfileika hans undanfarnar vikur.

Keane gekk svo langt að segja að Haaland væri eins og D-deildar leikmaður. Hann væri ekki mikill þátttakandi í spilinu og væri oft klunnalegur og tók Carragher undir það.

Haaland spilaði 180 mínútur í báðum leikjunum gegn Real Madrid, en tókst ekki að komast á blað.

Tölfræðin hans var alls ekki góð í leikjunum tveimur en hann tapaði boltanum 14 sinnum og átti aðeins 11 heppnaðar sendingar.

Haaland hefur í undanförnum leikjum algerlega týnst og velta spekingarnir fyrir sér hvort þessi lægð sé áhyggjuefni fyrir Manchester City.

Haaland var tekinn af velli fyrir framlenginguna í gær en Pep Guardiola segir að hann hafi ekki getað haldið leik áfram og beðið um skiptingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner