Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   lau 18. maí 2019 18:41
Baldvin Már Borgarsson
Palli Gísla: Fullt af eistum inná
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Palli Gísla var ekki alveg nógu sáttur með sína menn eftir 4-1 tap gegn Fjölni á Extra vellinum í dag.
Magnamenn eru stigalausir á botni Inkasso deildarinnar eftir tapið í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Magni

„Við tókum ekki stig úr þessum leik, það er nokkuð ljóst. Við vorum 2-0 undir í hálfleik nokkuð sanngjarnt svo við vorum pínulitlir í okkur og hálf punglausir í fyrri hálfleik.'' Voru fyrstu orð Palla Gísla eftir leik.

„En allt annað upp á teningnum í seinni hálfleik og það er auðvitað það sem við tökum út úr þessu, svo er það auðvitað vendipunkturinn að leikurinn fer 4-1 þegar að mínu mati klár vítaspyrna á að vera dæmd í stöðunni 3-1 og við orðnir einum fleiri.'' Hélt Palli áfram.

„Það getur vel verið en það verður ekki strax, hann er í verkefni og ekki byrjaður að æfa.'' Sagði Palli spurður út í hvort Davíð Rúnar komi til með að styrkja vörn Magna sem hefur fengið á sig þrjú til fjögur mörk í leik hingað til í sumar.

„Við þurfum að fá Magnastrákana til að stíga skrefið og komast nær karlmennskunni á þessu leveli og mér fannst ég sjá fullt af jákvæðum punktum í seinni hálfleik og fullt af eistum inná þá en við vorum hálf eistnalausir í fyrri hálfleik og það er niðurstaðan.'' Voru lokaorð Páls um leikinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Palli meðal annars atvikið þar sem hann tekur Arnar Geir útaf þegar Gunnar Örvar er meiddur.
Athugasemdir
banner
banner