Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 18. maí 2019 18:41
Baldvin Már Borgarsson
Palli Gísla: Fullt af eistum inná
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Palli Gísla var ekki alveg nógu sáttur með sína menn eftir 4-1 tap gegn Fjölni á Extra vellinum í dag.
Magnamenn eru stigalausir á botni Inkasso deildarinnar eftir tapið í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Magni

„Við tókum ekki stig úr þessum leik, það er nokkuð ljóst. Við vorum 2-0 undir í hálfleik nokkuð sanngjarnt svo við vorum pínulitlir í okkur og hálf punglausir í fyrri hálfleik.'' Voru fyrstu orð Palla Gísla eftir leik.

„En allt annað upp á teningnum í seinni hálfleik og það er auðvitað það sem við tökum út úr þessu, svo er það auðvitað vendipunkturinn að leikurinn fer 4-1 þegar að mínu mati klár vítaspyrna á að vera dæmd í stöðunni 3-1 og við orðnir einum fleiri.'' Hélt Palli áfram.

„Það getur vel verið en það verður ekki strax, hann er í verkefni og ekki byrjaður að æfa.'' Sagði Palli spurður út í hvort Davíð Rúnar komi til með að styrkja vörn Magna sem hefur fengið á sig þrjú til fjögur mörk í leik hingað til í sumar.

„Við þurfum að fá Magnastrákana til að stíga skrefið og komast nær karlmennskunni á þessu leveli og mér fannst ég sjá fullt af jákvæðum punktum í seinni hálfleik og fullt af eistum inná þá en við vorum hálf eistnalausir í fyrri hálfleik og það er niðurstaðan.'' Voru lokaorð Páls um leikinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Palli meðal annars atvikið þar sem hann tekur Arnar Geir útaf þegar Gunnar Örvar er meiddur.
Athugasemdir
banner