Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 18. maí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalli: KR þarf að sjálfsögðu að horfa svolítið fram á veginn líka
Jóhannes Karl
Jóhannes Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið.
Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu og er án stiga eftir fjóra leiki í Bestu deild kvenna. Í gær var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og þar mætir KR liði ÍA á Akranesi um aðra helgi.

Jóhannes Karl Sigursteinsson - Kalli, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net eftir dráttinn í gær.

„Mér líst el á þetta, alltaf ánægður að fá lið sem við erum ekki að spila við í deild. ÍA er rótgróinn fótboltabær og alltaf gaman að fara upp á Skagann og spila fótbolta. Það er bara frábært að fara þangað," sagði Kalli.

Þó að það eru í millitíðinni tveir leikir í Bestu deildinni þá er þarna tækifæri til að einbeita sér að annarri keppni. „Bikarinn brýtur alltaf upp og það er fínt fyrir okkur á þessum tímapunkti. Bikarinn gerir bara sumarið skemmtilegra."

Höfum ennþá fulla trú
„Það er fullt af hlutum sem við þurfum að vinna áfram. Þessir fjórir leikir sem eru búnir... það eru ákveðin skref sem við þurfum að taka og þurfum að vinna áfram í okkar málum. Það gerist ekkert nema við höfum fyrir því sjálfar. Við vitum hvert við þurfum að stefna og hvað við þurfum að laga. Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið. Við höfum ennþá fulla trú á því að við getum snúið genginu við."

Nokkrir nýir leikmenn KR fengu leikheimild undir lok félagaskiptagluggans en það er von á leikmönnum sem eru í háskólanámi í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði.

„Við erum komin með leikheimild á erlendu leikmennina sem eykur breiddina mikið og svo eigum við von á þremur leikmönnum frá Bandaríkjunum. Þeir búa til meiri breidd líka. Það eru leikmenn sem spila mjög stutt og KR þarf að sjálfsögðu að horfa svolítið fram á veginn líka. Við þurfum að sjá hvernig við ætlum að manna allt mótið því við erum að fara missa mikið af leikmönnum í mót sem spila ekki seinni hlutann af mótinu. Heilt yfir er þetta mikið púsl. Við þurfum að horfa í einn leik í einu og eins og staðan er í dag þá erum við með fínan leikmannahóp og við förum með fulla trú í þá leiki sem eru framundan."

Má gera ráð fyrir því að KR þurfi að taka inn leikmenn í sumarglugganum?

„Það er klárt mál að við verðum að styrkja hópinn þar fyrir seinni hlutann. Hversu mikið og hvaðan þeir leikmenn koma er eitthvað sem er bara í vinnslu," sagði Kalli að lokum.

Næsti leikur KR í Bestu deildinni er gegn Íslandsmeisturum Vals á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner