Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   mið 18. maí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalli: KR þarf að sjálfsögðu að horfa svolítið fram á veginn líka
Jóhannes Karl
Jóhannes Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið.
Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu og er án stiga eftir fjóra leiki í Bestu deild kvenna. Í gær var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og þar mætir KR liði ÍA á Akranesi um aðra helgi.

Jóhannes Karl Sigursteinsson - Kalli, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net eftir dráttinn í gær.

„Mér líst el á þetta, alltaf ánægður að fá lið sem við erum ekki að spila við í deild. ÍA er rótgróinn fótboltabær og alltaf gaman að fara upp á Skagann og spila fótbolta. Það er bara frábært að fara þangað," sagði Kalli.

Þó að það eru í millitíðinni tveir leikir í Bestu deildinni þá er þarna tækifæri til að einbeita sér að annarri keppni. „Bikarinn brýtur alltaf upp og það er fínt fyrir okkur á þessum tímapunkti. Bikarinn gerir bara sumarið skemmtilegra."

Höfum ennþá fulla trú
„Það er fullt af hlutum sem við þurfum að vinna áfram. Þessir fjórir leikir sem eru búnir... það eru ákveðin skref sem við þurfum að taka og þurfum að vinna áfram í okkar málum. Það gerist ekkert nema við höfum fyrir því sjálfar. Við vitum hvert við þurfum að stefna og hvað við þurfum að laga. Hvort við gerum það ekki er undir þjálfarateymi og leikmannahóp komið. Við höfum ennþá fulla trú á því að við getum snúið genginu við."

Nokkrir nýir leikmenn KR fengu leikheimild undir lok félagaskiptagluggans en það er von á leikmönnum sem eru í háskólanámi í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði.

„Við erum komin með leikheimild á erlendu leikmennina sem eykur breiddina mikið og svo eigum við von á þremur leikmönnum frá Bandaríkjunum. Þeir búa til meiri breidd líka. Það eru leikmenn sem spila mjög stutt og KR þarf að sjálfsögðu að horfa svolítið fram á veginn líka. Við þurfum að sjá hvernig við ætlum að manna allt mótið því við erum að fara missa mikið af leikmönnum í mót sem spila ekki seinni hlutann af mótinu. Heilt yfir er þetta mikið púsl. Við þurfum að horfa í einn leik í einu og eins og staðan er í dag þá erum við með fínan leikmannahóp og við förum með fulla trú í þá leiki sem eru framundan."

Má gera ráð fyrir því að KR þurfi að taka inn leikmenn í sumarglugganum?

„Það er klárt mál að við verðum að styrkja hópinn þar fyrir seinni hlutann. Hversu mikið og hvaðan þeir leikmenn koma er eitthvað sem er bara í vinnslu," sagði Kalli að lokum.

Næsti leikur KR í Bestu deildinni er gegn Íslandsmeisturum Vals á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner