Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana „Menn eru full litlir í sér"
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
   fim 18. júní 2020 22:19
Birna Rún Erlendsdóttir
Ingunn: Þetta er hrikalega svekkjandi
- KR tapaði fyrir Fylki í 2.umferð Pepsi Max deild kvenna í kvöld.
Kvenaboltinn
Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR.
Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hrikalega svekkjandi, okkur finnst við kanski eiga meira skilið út úr þessum leik.“ Segir Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR eftir 3-1 tap fyrir Fylki í 2.umferð Pepsi max deild kvenna nú í kvöld. 

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 Fylkir

“Núna á fyrstu mínútunum er þetta drullu svekkjandi, við gáfum bara mikla vinnu í þennan leik þannig úrslitin eru já, við erum bara drullu fúlar.“ 

Ingunn segir að þrátt fyrir tapið í kvöld er hægt að taka jákvæða punkta út úr leiknum. 

„Við fáum mark á okkur snemma eins og í síðasta leik, sem er eitthvað sem við þurfum bara að laga en mér finnst við samt sýna góðan karakter og halda bara áfram, mér finnst við vera dómínerandi í fyrri hálfleik, þannig það var margt mjög gott sóknarlega sérstaklega sem við getum tekið með en Fylkisstelpur eru fljótar að refsa og þær refsuðu okkur bara í dag.“

Ingunn segir að markmið liðsins sé að vera í efri hlutanum í töflunni í sumar. 

„Við ætlum okkur að vera í efri hlutanum eins og mörg önnur lið þannig þetta er miklu jafnari deild núna sem er bara mjög skemmtilegt. Við erum með hóp til að gera stóra hluti og við erum bara ennþá að púsla okkur betur saman og verðum bara sterkari og sterkari með hverjum leik.“

KR á næst leik við Breiðablik og segir Ingunn að KR fer í alla leiki til að vinna þá. 

„Þetta er hörku byrjun hjá okkur en við förum í alla leiki til að vinna þá, þannig að nú þurfum við bara að setja hausinn undir okkur mæta í næsta leik og taka þrjú stig.“
Athugasemdir
banner
banner