- KR tapaði fyrir Fylki í 2.umferð Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

„Þetta er hrikalega svekkjandi, okkur finnst við kanski eiga meira skilið út úr þessum leik.“ Segir Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR eftir 3-1 tap fyrir Fylki í 2.umferð Pepsi max deild kvenna nú í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 1 - 3 Fylkir
“Núna á fyrstu mínútunum er þetta drullu svekkjandi, við gáfum bara mikla vinnu í þennan leik þannig úrslitin eru já, við erum bara drullu fúlar.“
Ingunn segir að þrátt fyrir tapið í kvöld er hægt að taka jákvæða punkta út úr leiknum.
„Við fáum mark á okkur snemma eins og í síðasta leik, sem er eitthvað sem við þurfum bara að laga en mér finnst við samt sýna góðan karakter og halda bara áfram, mér finnst við vera dómínerandi í fyrri hálfleik, þannig það var margt mjög gott sóknarlega sérstaklega sem við getum tekið með en Fylkisstelpur eru fljótar að refsa og þær refsuðu okkur bara í dag.“
Ingunn segir að markmið liðsins sé að vera í efri hlutanum í töflunni í sumar.
„Við ætlum okkur að vera í efri hlutanum eins og mörg önnur lið þannig þetta er miklu jafnari deild núna sem er bara mjög skemmtilegt. Við erum með hóp til að gera stóra hluti og við erum bara ennþá að púsla okkur betur saman og verðum bara sterkari og sterkari með hverjum leik.“
KR á næst leik við Breiðablik og segir Ingunn að KR fer í alla leiki til að vinna þá.
„Þetta er hörku byrjun hjá okkur en við förum í alla leiki til að vinna þá, þannig að nú þurfum við bara að setja hausinn undir okkur mæta í næsta leik og taka þrjú stig.“
Athugasemdir