Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viana og Begiristain munu setjast niður með umboðsmanni Grealish
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Pep Guardiola þjálfari Manchester City segir að félagið er ekki búið að taka neina ákvörðun varðandi framtíð Jack Grealish, sem er 29 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi.

Man City keypti þennan enska landsliðsmann fyrir 100 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan en hann hefur fallið aftar og aftar í goggunarröðina á síðustu tímabilum.

Grealish hefur skorað 3 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 32 leikjum á tímabilinu með City, en hann hefur aðeins sjö sinnum verið í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni. Hann er yfirleitt notaður á vinstri kanti en eins og staðan er í dag eru bæði Savinho og Omar Marmoush álitnir sem betri kostir fyrir stöðuna.

Af þessum ástæðum hefur Grealish verið sterklega orðaður við sölu frá City í sumar en Guardiola segir að engin ákvörðun hafi enn verið tekin. Miðað við að Grealish var ónotaður varamaður í úrslitaleik FA bikarsins sem tapaðist 1-0 gegn Crystal Palace eru allar líkur á að hann skipti um félag, sérstaklega í ljósi þess að Guardiola vill minnka leikmannahópinn sinn. Það gæti þó reynst flókið að finna kaupanda sem er reiðubúinn til að borga Grealish jafn há laun og hann fær í Manchester.

„Það er eins og fólk trúi mér ekki þegar ég segi þetta en ég tengist samningsmálum leikmanna ekki neitt. Ég ræði ekki við leikmenn um þessi mál. Það eru umboðsmenn og stjórnendur félaga sem sjá um það. Txiki (Begiristain) og Hugo (Viana) munu setjast niður með umboðsmanni leikmannsins," segir Guardiola. Begiristain er fráfarandi yfirmaður fótboltamála hjá City og tekur Viana við starfinu hans.

„Þetta er ekki bara Jack heldur allir fótboltamenn. Þeir eru óánægðir með að sitja of mikið á varamannabekknum. Þetta eru menn sem koma hingað til að spila fótbolta, ekki til að sitja og horfa. Þetta er eðlilegt og gerist í búningsklefum um allan heim."

   21.05.2025 08:10
Guardiola: Hætti ef hópurinn verður ekki minnkaður

Athugasemdir
banner
banner