Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Alfreð spáir í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar
Jóhann Alfreð með veikum Tottenham mönnum.
Jóhann Alfreð með veikum Tottenham mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kemst Forest í Meistaradeildina?
Kemst Forest í Meistaradeildina?
Mynd: EPA
Jóhann Alfreð spáir Tottenham sigri, að sjálfsögðu.
Jóhann Alfreð spáir Tottenham sigri, að sjálfsögðu.
Mynd: EPA
Skorar Garnacho?
Skorar Garnacho?
Mynd: EPA
Jóhann Alfreð spáir því að Salah verði stuði í lokaleiknum.
Jóhann Alfreð spáir því að Salah verði stuði í lokaleiknum.
Mynd: EPA
Klárar Isak mótið með marki?
Klárar Isak mótið með marki?
Mynd: EPA
Grínistinn Jóhann Alfreð Kristinsson var á meðal þeirra Tottenham manna sem fögnuðu gríðarlega á miðvikudagskvöld þegar Spurs vann sinn fyrsta bikar í 17 ár. Þeir lögðu þá Manchester United að velli í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Tottenham hefur nú ekki getað mikið í ensku úrvalseildinni en Jóhann Alfreð fékk samt það verkefni að spá í lokaumferð deildarinnar. Öll umferðin verður leikin klukkan 15:00 á sunnudaginn.

Bournemouth 3 - 1 Leicester
Það verður eitthvað stuð á Bournemouth-mönnum. Þeir
eru að setja stigamet hjá sér og Kluivert toppar flott tímabil
og setur. Það er smá vasaklútur þarna samt því Vardy
kemur inn og minnkar muninn og kveður þannig sína
stuðningsmenn.

Fulham 2 - 1 Man City
Nokkuð óvæntur sigur hér hjá Fulham en City sleppa samt
í meistaradeildina. Kirsuber á flott tímabil hjá Marco Silva
og lærisveinum. Ég er kannski hlutdrægur hér enda mikið
af Fulham-mönnum í fjölskyldunni.

Ipswich 2 - 0 West Ham
Ipswich sækja sinn fimmta sigur í vetur og kveðja þannig
deildina með smá gleði. Potterinn á enn verk að vinna til
að kveikja almennilega í West Ham liðinu.

Liverpool 4 - 0 Crystal Palace
Það verður alveg meira en töluverður andi á Anfield.
Palace eru enn á skýinu bleika eftir bikarsigurinn og mæta
varla til leiks. Salah kemur sér í 30 mörkin með tveimur og
reimar á sig gullskóinn strax eftir leik.

Man Utd 1 - 1 Aston Villa
Heldur lágskýjað á Trafford eftir miðvikudaginn. En þrátt
fyrir þreytu eftir leikinn á miðvikudag vilja menn sýna
jákvæðar hliðar í síðasta leik. United miklu betri framan af.
Garnacho fær að starta og setur eitt reiður snemma. Það
verða einhverjar senur þarna. Villa henda öllu í þetta en
allt stefnir í United-sigur þar til Maguire fær flashback af
Romero undir lok leiks og gleymir sér í dekkningu og Villa
ná stigi. Það dugar hins vegar ekki til og þeir missa af sæti
í meistaradeildinni.

Newcastle 2 - 0 Everton
Everton eru hættir. Enn í spennufalli að hafa náð að klára
síðasta leikinn á Goodison með sigri. Þetta verður
þægilegt fyrir Newcastle. Meira en rífleg stemmning á St.
James þegar þeir tryggja sig í meistaradeild. Isak snýr til
baka og smellir einu.

Nottingham Forest 2 - 1 Chelsea
Leikur umferðarinnar. Allt tryllt frá fyrstu mínútu. Bæði lið
enda leikinn með 10 menn á vellinum. Ég sé winner hérna
hjá Chris Wood á áttatíu og eitthvað mikið. Chelsea leggja
allt í sölurnar en dugar ekki til. Marianakis og Santo grafa
öxina og fallast í faðma eftir leik. Hrói Höttur opnar aftur á Smiðjuveginum í stemmningunni sem fylgir þessu. Myndi
ekki missa af mínútu hérna.

Southampton 0 - 2 Arsenal
Lítið um þennan leik að segja. Southampton-menn fyrst og
fremst fegnir að hafa klárað að lyfta sér upp fyrir Derby
stigalega og verða skúrað út úr deildinni þarna.

Tottenham 3 - 0 Brighton
Það verður slík rífandi stemmning á Tottenham Stadium
að menn geta eiginlega ekki annað en unnið þennan leik
þrátt fyrir smá timburmenn eftir miðvikudaginn. Odobert og
Tel fá að byrja og setja sitthvort. Bestu tilþrifin koma frá
Bissouma, eftir leik, þegar hann stýrir áfram fagnaðarlátum
fyrir framan stuðningsmenn. Við klifrum upp í það fjórtánda
með þessum sigri en öllum verður alveg nákvæmlega
sama.

Wolves 0 - 0 Brentford
Hákon fær startið og heldur hreinu. Annars verður þetta
einhver óeftirminnilegasti leikur í sögu PL enda leikmenn
beggja liða andlega komnir til Mykonos í sumarfrí.

Fyrri spámenn:
Hrannar Snær (7 réttir)
Martin Hermanns (7 réttir)
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Gauti (6 réttir)
Sigtryggur Arnar (5 réttir)
Arnar Laufdal (5 réttir)
Kristján Atli (5 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Kári Kristjáns (4 réttir)
Kjartan Kári (4 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Eysteinn Þorri (3 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Ásgeir Helgi (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni fyrir leikina sem eru framundan.
Enski boltinn - Fyrsti bikar Tottenham í 17 ár
Athugasemdir
banner
banner
banner